fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Þetta starfaði starfsfólk skrifstofunnar við áður en þau voru ráðin til Eflingar – „Þau eru ekki „óvinurinn““

Eyjan
Sunnudaginn 1. maí 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður Árnadóttir, starfsmaður skrifstofu Eflingar, segir mál að linni hvað varði ásakanir Sólveigar Önnu Jónsdóttir, formanns Eflingar, og stuðningsfólks hennar um meinta sjálftöku starfsmanna skrifstofunnar og meiningar um að starfsfólkið hafi engan skilning á raunveruleika verkafólks.

Hún vekur athygli á þessu á Facebook og deilir þar upptalningu á störfum sem starfsfólkið gegndi áður en það kom til starfa á skrifstofunni.

„Þar sem Sólveig Anna og hennar stuðningsfólk hættir ekki að tala um starfsfólk skrifstofu Eflingar sem „millistéttarfólk sem engan skilning hefur á raunveruleika verkafolks“ þá spurði ég starfsfólk við hvað það starfaði áður en það kom til starfa á skrifstofu Eflingar. 

  1. Umönnun í þjónustuíbúðum aldraðra (kvk)

  2. Leikskólaleiðbeinandi og þrif (erlend kvk)

  3. Unnið hjá Eflingu við að þjónusta félagsmenn frá skólalokum (kvk)

  4. Ræsting og afgreiðsla í verslun (erlend kvk)

  5. Blaðamaður og stundakennari (kk)

  6. Hótelþerna og umönnun á hjúkrunarheimili (erlend kvk)

  7. Þjónn og verslunarstörf (erlend kvk)

  8. Skrifstofustörf (kvk)

  9. Leikskólaleiðbeinandi (kk)

  10. Viðburðastjórn og kaffibarþjónn (kvk)

  11. Launafulltrúi (kvk)

  12. Ýmis skrifstofustörf (erlend kvk)

  13. Afgreiðsla í verslun (kvk)

  14. Skólaliði og þjónn (kvk)

  15. Við sorphirðu (kvk)

  16. Mannauðsfulltrúi (kvk)

  17. Grafísk hönnun (kvk)

  18. Þjónustufulltrúi í ferðaþjónustu (erlend kvk)

  19. Strætóbílstjóri (erlend kvk

  20. Tjónafulltrúi (erlend kvk)

  21. Túlkur og þjónustufulltrúi (erlend kvk)

  22. Unnið öll störf innan stettarfélags, frá ræstingum að kjaramálafulltrúa (kvk)

  23. Sjálfstætt starfandi heimildamyndagerð (kvk)

  24. Kokkur (kk)

  25. Leikskólaleiðbeinandi (erlend kvk)

  26. Móttökuritari (erlend kvk)

  27. Fiskvinnsla og þrif (erlend kvk)“

Valgerður segir að í þessari upptalningu séu aðeins tekin fram síðustu störf sem fólkið gegndi áður en það var ráðið til Eflingar.

„13 þessara starfsmanna eru konur af erlendum uppruna, í allt svöruðu 24 konur og 3 menn. 

Mörg þau sem hafa menntað sig og unnu ekki verkamannastörf rétt áður en þau komu til Eflingar eru samt af verkafólki komin og hafa unnið ýmis störf í gegnum lífið.“ 

Valgerður segir það orðið þreytt að Sólveig Anna reyni að „etja saman“ verkafólki og millistéttarfólki og „ljúga til um bakgrunn, reynslu og þekkingu starfsfólks á skrifstofunni og saka starfsfólk um „sjálftöku“ og að „vilja taka yfir félagið“.“

„Það er ekkert hæft í þessum ásökunum og mál að linni. Starfsfólk stéttarfélaga er ekki hálaunafólk og þau eru ekki „óvinurinn“. 

Hópuppsagnir stéttarfélags hefur áhrif á starfsöryggi alls launafólks á landinu. Hafið það í huga í dag.“ 

Sjá einnig: Valgerður er frænka Sólveigar Önnu og fékk uppsagnabréf hjá Eflingu – „Vanvirðing við okkur starfsfólkið er fordæmalaus“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk