fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Heimilislausir hreiðra um sig í Elliðaárdalnum – „Nöturlegt að fólk búi þarna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. apríl 2022 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðfylgjandi myndir tók Kristján Söebeck Kristjánsson á göngu sinni um Elliðaárdalinn en myndirnar eru teknar ofarlega í dalnum. Þær sýna glögglega að fólk hefur hreiðað um sig í dalnum og gert sér næturstað.

„Mér þykir nöturlegt að fólk búi þarna,“ segir Kristján í samtali við DV. „Þetta er bara annað hreiðrið þarna, ég er líka með myndir sem eru teknar neðarlega í dalnum, þar er miklu verri umgengni, meðal annars eru þar rafgeymar. Mér þykir í sjálfu sér ekki lýti að þessu hreiðri þarna því fólkið hefur gengið vel um,“ segir Kristján.

Erfitt húsnæðisástand er í borginni, framboðsskortur og hátt leiguverð. Eflaust á það sinn þátt í að sumir hafa ekki í nein hús að venda.

Kristján segir að yfirleitt verði ekki vart mannaferða við þessi hreiður útigangsfólks nema seint á kvöldin. „Það er ágæt umgengni þarna en í hreiðrinu fyrir neðan eru rafgeymar og drasl og eins og þar hafi verið neysla,“ segir Kristján.

Hér fyrir neðan eru myndir frá útigangshreiðrinu sem finna má má neðst í Elliðaárdalnum. Þar segist Kristján telja öruggt að neysla vímuefna sé stunduð:

 

 

.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt