fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Helga Vala: „Gas­lýs­ing af áður óþekktri stærðargráðu“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 25. apríl 2022 10:05

Helga Vala Helgadóttir Mynd: Sigtryggur Ari/Fréttablaðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hef­ur verið at­hygl­is­vert að fylgj­ast með viðbrögðum ráðherra vegna harðrar gagn­rýni á fram­kvæmd sölu á hlut al­menn­ings í Íslands­banka.“

Svona hefst pistill sem Helga Vala Helgadóttir, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­arinnar, skrifar en pistillinn birtist í Morgunblaðinu í dag. Helga Vala segir næst að afstaðan hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafi breyst frá degi til dags. „Er nú um það rætt að fram fari gas­lýs­ing af áður óþekktri stærðargráðu af þeirra hálfu,“ segir hún.

Helga Vala rekur því næst hvernig afstaða ríkisstjórnarinnar til kaupanna hefur breytst milli daga. „Auðmjúk birt­ust þau Katrín og Bjarni eft­ir birt­ingu kaup­endal­ista, sögðust vilja velta við hverj­um steini, að sal­an yrði rann­sökuð að forskrift fjár­málaráðherra og að þangað til niðurstaða feng­ist yrði beðið með frek­ari aðgerðir,“ segir hún.

„Á þriðju­degi eft­ir páska birt­ist frétta­til­kynn­ing frá for­mönn­um stjórn­ar­flokk­anna um að fram­kvæmd söl­unn­ar hafi ekki staðið und­ir vænt­ing­um stjórn­valda og að rík­is­stjórn­in hafi ákveðið að leggja til við Alþingi að Banka­sýsla rík­is­ins verði lögð niður. Verði frum­varp þess efn­is lagt fram svo fjótt sem auðið er. Þá verði ekki ráðist í frek­ari sölu að sinni.“

Helga Vala segir að það hafi ekki verið ríkisstjórnin sem ákvað þetta þar sem ekki hefur verið haldinn ríkisstjórnarfundur í tvær vikur. „Það er því bein­lín­is ósatt að rík­is­stjórn­in hafi ákveðið þetta,“ segir hún.

Það er þó ekki það eina sem er ósatt samkvæmt Helgu Völu. „Þá er það líka ósatt að tek­in hafi verið ákvörðun um að ráðast ekki í frek­ari sölu að sinni, enda hafði verið gefið út löngu áður að síðasti hluti söl­unn­ar yrði árið 2023. Þá verðum við líka að hafa það á hreinu að arms­lengd­ar­sjón­ar­mið á milli Banka­sýslu rík­is­ins og ráðherra snýr að dag­leg­um rekstri rík­is­bank­anna en alls ekki sölu þeirra, enda bein­lín­is skráð í sér­lög um sölu á fjár­mála­fyr­ir­tækj­um í eigu rík­is­ins hver aðkoma fjár­málaráðherra er í hverju skrefi söl­unn­ar fyr­ir sig. Þar er ekki um neina arms­lengd að ræða og það því einnig ósatt,“ segir hún.

„Í viðtali í Sprengisandi í gær örlaði svo ekki á auðmýkt hjá fjár­málaráðherra sem sagði þvert á móti að rík­is­stjórn­in hefði náð öll­um mark­miðum sín­um með söl­unni, sagði hann upp­lif­un al­menn­ings vera að gera sér erfitt fyr­ir og spurði loks hvort pabba hans hefði verið bannað að kaupa, þegar bent var á að það þætti merki um spill­ingu.“

Að lokum vitnar Helga Vala í orð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „For­sæt­is­ráðherra vill að við vönd­um okk­ur, hlaup­um ekki til og drög­um álykt­an­ir um­fram þau gögn sem við höf­um, en gera verður þá kröfu að gas­lýs­ing sé ekki viðhöfð gagn­vart þeim sem gagn­rýna þessa sölu,“ segir hún.

„Þá hljót­um við að gera þá kröfu að for­sæt­is­ráðherra fari eft­ir skýru ákvæði 17. gr. stjórn­ar­skrár um að hald­inn sé rík­is­stjórn­ar­fund­ur um mik­il­væg stjórn­ar­mál­efni, en Landsdóm­ur dæmdi þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, Geir H. Haar­de, fyr­ir brot á ein­mitt þessu ákvæði í aðdrag­anda banka­hruns­ins 2008. Það er ekki hægt að kom­ast und­an þess­ari skyldu með því að segj­ast hafa haldið fund ef hann var ekki hald­inn. Rík­is­stjórn er ekki þrír ráðherr­ar held­ur rík­is­stjórn­in öll. Við hljót­um að vera sam­mála um það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi