fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Dagur og Einar í hár saman – „Þar talar þú eins og sannur Framsóknarmaður“

Eyjan
Þriðjudaginn 19. apríl 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki eru þeir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, sammála um stefnu borgarinnar í húsnæðismálum. Einar viðraði þá skoðun sína í samtali við Morgunblaðið í dag að stefna meirihlutans geri það að verkum að neyðarástand verði áfram á húsnæðismarkaði á næsta kjörtímabili, haldi meirihlutinn velli. Þessu er Dagur ósammála og telur að Einar viti ekki í hvorn fótinn hann eigi að stíga í húsnæðismálunum. Einar aftur á móti heldur því fram að hann standi hreinlega í báðar lappirnar. 

Neyðarástand í húsnæðismálum

Baráttan um borgina er hafinn, það fer ekki á milli mála og keppast nú frambjóðendur við að koma stefnumálum sínum á framfæri. Að vanda bendir meirihlutinn á það sem vel hefur gengið á kjörtímabilinu á meðan flokkar í minnihluta benda á það sem þeir telja að betur megi fara.

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að hátt húsnæðisverð í borginni sé að mestu til komið vegna stefnu meirihlutans í borginni í húsnæðismálum. Borgin hafi ekki komið til móts við þá miklu eftirspurn sem er á húsnæðismarkaði heldur einbeitt sér um of að þéttingu byggðar og hafi það haft slæmar afleiðingar.

Einar tók fram að ef meirihlutinn fari áfram með völdin í borginni muni sömu stefnu vera fylgt á næsta kjörtímabili og áfram verði neyðarástand á húsnæðismarkaði. Einar gekk svo langt að velta upp þeirri spurningu hvort búið væri að aftengja jafnaðarhugsjónina, sem sé áhugavert því jafnaðarmenn séu í meirihlutanum.

Dagur B. Eggertsson, hefur nú svarað þessum ummælum Einars og sakar hann um vissa hræsni. Hann ritar um þetta á Facebook.

Veit ekki alveg í hvorn fótinn hann eigi að stíga

„Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins veit ekki alveg í hvorn fótinn hann eigi að stíga í húsnæðismálum og borgarþróun.

Í síðustu viku lýsti hann eindregnum stuðningi við Borgarlínu og þéttingu byggðar á fundi Samtaka um bíllausan lífsstíl. Í Morgunblaðinu í morgun boðar hann hins vegar mestu dreifingu byggðar sem heyrst hefur af -stefnu sem Miðflokks-armur Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir en allar greiningar sýna að myndi framkalla stóra-stopp í húsnæðisuppbyggingu og samgöngum í Reykjavík.“

Dagur segi rað nýlega hafi Reykjavík boðað tvöföldun lóðaframboðs og hafi því verið tekið vel. Nú sé í gangi mesta uppbyggingarátak í sögu borgarinnar og áfram verði gefið í með tilliti til Borgarlínu og samgangna.

„Einar boðar þess í stað uppbyggingu í Keldnalandi og á Geldinganesi – þó hann viðurkenni að þessi svæði muni ekki byggjast upp fyrr en eftir fimm eða tíu ár. Það að hverfa frá uppbyggingu á tilbúnum þéttingarreitum boðar ekki sókn, heldur stórastopp í húsnæðisuppbyggingu.“

Dagur segir að stefna borgarinnar byggi á ítarlegri valkostagreiningu og samgöngurýni. Breytingarnar sem Einar boði séu hins vegar ávísun á stóraukna bílaumferð.

„Byggð á Keldum og Geldinganesi án Borgarlínu og breyttra ferðavenja myndi stórauka við bílaumferðina á Miklubraut og Sæbraut – þetta þýddi stórastopp í umferðarmálum.“

Dagur minnir einnig á að uppbyggingaáform borgarinnar séu hluti af grænum áætlunum í þágu umhverfisins.

„Róttæk dreifing byggðar myndi ekki aðeins hægja á húsnæðisuppbyggingu, valda tröll-auknum töfum á umferðinni heldur líka gera loftslagsmarkmið borgarinnar að engu. Þetta væri þriðja stóra-stoppið.

Þessi framtíðarsýn Framsóknarflokksins fellur því á öllum þremur lykilprófunum: það hægist á húsnæðisuppbyggingu, hægist á umferðinni og loftslagsmarkmið um græna borg nást ekki.“

Ég skora á Framsóknarflokkinn að hugsa þetta betur

Það sé heldur ekki vænlegt að færa fjárfestingaráherslur borgarinnar yfir í hverfi þar sem enginn býr.

„Til viðbótar felst í þessum áformum að færa fjárfestingar-áherslur borgarinnar úr hverfunum okkar þar sem fyrirhuguð eru íþróttamannvirki, sundlaugar, leik- og grunnskólar – og yfir í ný og óbyggð hverfi þar sem enginn býr. Þétting byggðar er í þágu hverfanna sem fyrir eru. Dreifing byggðar kallar á gríðarmiklar fjárfestingar þar sem engin býr.

Ég skora á Framsóknarflokkinn að hugsa þetta betur. Taka heldur undir kröfu Samfylkingarinnar um húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið, fjárfestingu í hverfunum okkar og heildarsýn á skipulag og þróun borgarinnar (sjá meðfylgjandi frétt).

Í stuttu máli: Fylgja stefnunni sem flokkurinn boðaði í síðustu viku – en ekki þeirri sem kynnt var í morgun.“

Þar talar þú eins og sannur Framsóknarmaður

Einar Þorsteinsson var snöggur að svara Degi og segir hann misskilja.

„Sæll Dagur. Þú misskilur. Ég vil ekki stöðva þéttingaráformin sem þegar eru í pípunum. Og ég vil ekki stöðva Borgarlínu. Ég vil hinsvegar byggja enn meira til viðbótar og á fleiri stöðum en til stendur hjá ykkur.“

Einar segir að Keldnalandið sé hluti af Samgöngusáttmálanum og þar þurfi að byggja svo hægt sé að fjármagna Borgarlínuna. „Það má því segja að ég standi einmitt í báða fætur og þeir eru kyrfilega á jörðinni.“

Einar bætir svo við: „Og svo fagna ég auðvitað hugmyndinni um Húsnæðissáttmála. Þar talar þú eins og sannur Framsóknarmaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi