fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Trúnaðarmenn segja Sólveigu Önnu segja ósatt – „Þessar ástæður eru ekki byggðar á rökum og halda engu vatni.“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 13. apríl 2022 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trúnaðarmenn Eflingar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla formanns Eflingar, Sólveigar Önnu Jónsdóttir, en þau saka hana um að hafa rofið trúnað um bókum sem átti sér stað við lok samráðsferlis og líti þess vegna svo á að ekki ríki lengur trúnaður um bókunina. Trúnaðarmenn segja jafnframt að Sólveig Anna hafi ekki farið með rétt mál í dag þegar hún sagði lögbundnu samráði við trúnaðarmenn hafa lokið með samkomulagi.

„Í ljósi þess að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur rofið trúnað um bókun sem átti sér stað við lok samráðsferli sem trúnaðarmenn Eflingar áttu með lögmanni hennar getum við ekki séð að við séum bundin honum lengur.“

Þann 11. og 12. apríl hafi trúnaðarmenn Eflingar hitt lögmann stjórnar Eflingar vegna fyrirhugaðrar hópuppsagnar, en tilgangurinn hafi verið að forða hópuppsögn eða fækka starfsmönnum líkt og lög krefjast. Hafi trúnaðarmenn mætt til fundarins með opnum hug og reynt að koma í veg fyrir uppsagnirnar. Hins vegar líta trúnaðarmenn svo á að samráðsferlið hafi ekki verið í samræmi við lög.

  „Við teljum að ekkert af yfirlýstum markmiðum stjórnar Eflingar krefjist þessarar hópuppsagnar. Við gáfum til kynna að við tækjum allar tillögur alvarlega og reyndum að vera samstarfsfús til lausna. Ekkert varð úr því. Við getum ekki sagt að um samráð hafi verið um að ræða í skilningi laga um hópuppsagnir, engin vilji var til breytinga eða mildunar á hópuppsögn heldur einhliða ákvörðun sem er röng, óskynsamleg og með öllu ónauðsynleg. Gefnar voru upp ástæður sem fólust í breytingum á ráðningarkjörum og til að uppfylla skilyrði varðandi jafnaunavottun. Þessar ástæður eru ekki byggðar á rökum og halda engu vatni.“

Trúnaðarmenn segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu um að samkomulag hafi náðst sé með öllu röng og það hefði Sólveig Anna vitað hefði hún setið fundina.

„Fullyrðingar Sólveigar Önnu að það hafi náðst samkomulag um framkvæmd hópuppsagnar er með öllu röng, sem hún hefði vitað hefði hún setið fundina.

Þegar ljóst var að ekki væri hægt að koma í veg fyrir eða milda þessar aðgerðir hófst samtal um hvernig mætti standa að þeim og úr því varð bókun. Í þeirri bókun ítrekuðum við andmæli okkar við hópuppsögnina en komumst að samkomulagi um fjögur atriði varðandi uppsagnirnar. Hjálagt er bókunin en skv. lögmanni stjórnar Eflingar eru þessi gögn ekki lengur trúnaðarmál.

Eftir á að hyggja hefðum við trúnaðarmenn viljað að hverjum og einum starfsmanni yrði afhend uppsögnin af hendi formanns.“

Með tilkynningu fylgir umrædd bókun en þar kemur fram að trúnaðarmenn lýsi andstöðu sinni við hópuppsögnina og líti svo á að ekkert sé því til fyrirstöðu að ná fram markmiðum stjórnar Eflingar með öðrum hætti.

Hins vegar fallist trúnaðarmenn á að gera samkomulag að hluta hvað varði framkvæmd á uppsagnarfresti. En meðal annars var lagt til að tryggja öllum starfsmönnum að lágmarki þriggja mánaða uppsagnarfrest, að starfsmenn geti horfið til nýrra starfa á uppsagnarfrest og fái að sækja atvinnuviðtöl á viðlíka á vinnutíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi