fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Drífa segir upplausn ríkja á skrifstofu Eflingar – „Þetta hefur ekki gerst áður hér á landi“

Eyjan
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 11:56

Drífa Snædal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að aldrei í Íslandssögunni hafi stéttarfélag sagt upp öllu sínu starfsfólki á einu bretti, líkt og er að eiga sér stað hjá Eflingu. Ljóst sé að mikil þekking muni tapast og upplausn ríki nú á vinnustaðnum. Hún segir að ASÍ muni taka málið fyrir á sínum vettvangi.

„Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa þann dag að stéttarfélag segði upp öllu starfsfólki sínu á einu bretti. Þetta hefur ekki gerst áður hér á landi og mér er til efs að til sambærilegra aðgerða hafi verið gripið nokkurs staðar á Norðurlöndunum eða í öðrum löndum með frjálsa og skipulagða verkalýðshreyfingu. Hópuppsagnir að nauðsynjalausu eru ekkert annað en aðför að réttindum launafólks og ganga gegn því sem verkalýðshreyfingin stendur fyrir: Atvinnu- og afkomuöryggi.“

Drífa segir að félagsmenn Eflingar siti nú uppi með laskað félag.

„Á vinnustaðnum ríkir nú upplausn og alveg ljóst að mikil reynsla og þekking hverfur úr húsi. Þekking á túlkun kjarasamninga, greiðslum úr sjúkrasjóðum, fræðslusjóðum, úthlutun orlofshúsa, ráðgjöf um starfsendurhæfingu, innheimtu vangoldinna launa og allt annað sem stéttarfélög vinna að dags daglega. Félagsfólk Eflingar sem treystir á aðstoð síns stéttarfélags situr uppi með laskað félag.“

Drífa segir að fyrirtæki sem myndu leika þetta eftir yrðu fordæmt og hvetur hún þá stjórnarmenn Eflingar sem samþykkti uppsagnirnar að endurskoða ákvörðun sína.

„Við myndum fordæma öll fyrirtæki sem stæðu fyrir slíkum gjörðum.

Ég hvet þá stjórnarmenn sem samþykktu þessa tillögu að endurskoða ákvörðunina. Alþýðusambandið mun taka málið fyrir á sínum vettvangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi