fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Bendir á að félag Björns Braga geti varla talist „hæfur fjárfestir“ – „Eigið fé í mínus átta milljónum“

Eyjan
Laugardaginn 9. apríl 2022 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er meðal þeirra fjölmörgu sem hafa harðlega gagnrýnt útboð ríkisins á 22,5 prósenta hlut þess í Íslandsbanka sem fór fram í mars, en hluturinn var seldur á töluverðum afslætti með vísan til þess að tilgangurinn væri að laða að „hæfa fjárfesta“ og dreifa eignarhaldinu á bankanum. Almenningi var meinuð þátttaka í útboðinu þar sem aðeins væri ætlast til þátttöku fagfjárfesta.

Hins vegar eftir að listi yfir kaupendur sem fengu að taka þátt var opinberaður hefur því verið haldið fram að hugtakið fagfjárfestir hafi verið túlkað aðeins of rúmt í útboðinu.

Björn Leví veltir því fyrir sér á Facebook hvað geti talist vera hæfur fjárfestir.

„Samkvæmt skilgreiningu er það: „Stór fyrirtæki sem uppfylla tvær af eftirfarandi stærðarkröfum: – niðurstöðutölu efnahagsreiknings: 20.000.000 evrur – hreina veltu: 40.000.000 evrur – eigið fé: 2.000.000 evrur.“.“ 

Björn bendir á að evran sé á um 140 íslenskar krónur sem þýði að hæfur fjárfestir þyrfti að hafa:

„Niðurstöður efnahagsreiknings: 2,8 milljarða kr. 
Hrein velta: 5,6 milljarðar kr. 
Eigið fé: 280 milljónir kr.“ 

Þetta séu þó ekki einu skilyrðin. Til dæmis verði verðbréfafyrirtæki sjálfkrafa talin hæfur fjárfestir sem og seljendur hrávöru og hrávöruafleiða. En fjárhæðirnar séu almennt viðmið.

Björn ákvað því fyrir forvitni sakir að skoða ársreikninga fyrirtækisins Bananalýðveldið sem tók þátt í útboðinu.

„Af því að það er mjög viðeigandi nafn að skoða í þessu samhengi. Nafngjafi getur sjálfum sér um kennt.“

Fyrirtækið Bananalýðveldið ehf. er í eigu grínistans Björns Braga Arnarsonar og er atvinnugreinaflokkunin „starfsemi eignarhaldsfélaga“. Félagið hafi þó frá 2019 skilað ársreikningum undir nafninu Black Point ehf.

„Nýjasti ársreikningurinn er frá 2020. Þar er eigið fé í mínus átta milljónum og engin tala sem kemst nálægt einhverjum milljörðum. Hvað á í plús. Samt keypti Bananalýðveldið hlutabréf í Íslandsbanka fyrir 17,5 milljónir.“

Björn Leví segir að ekki sé um háa fjárhæð að ræða í stóra samhenginu. En þó þurfi að skýra þetta eins og annað.

„En það er einmitt vandinn hérna – okkur var sagt að þessir hæfu fjárfestar sem um væri að ræða yrðu örugglega lífeyrissjóðirnir. Auðvitað var alltaf vonast eftir því að það kæmi einhver erlendur aðili eða eitthvað en þetta er stærðargráðan sem var verið að kynna okkur í þessu ferli – lífeyrissjóðir. Ekki Bananalýðveldið.“

Stundin greindi frá því í gær að miðillinn hefði heimildir fyrir því að sumir þeirra fjárfesta sem tóku þátt í útboðinu séu skilgreindir sem almennir fjárfestar hjá öðrum verðbréfafyrirtækjum en þeim sem sáu um útboðið og að ekki væri útilokað að skilgreiningum söluaðila í útboðinu hafi verið breytt skömmu fyrir útboðið. 209 aðilar hafi keypt í útboðinu á grundvelli þess að vera fagfjárfestar en 140 einkafjárfestar hafi keypt 30 prósent hlutabréfanna fyrir samtals 16,5 milljarða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“