fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Páll Magnússon í efsta sæti hjá Fyrir Heimaey

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. apríl 2022 19:07

Páll Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið boð bæjarmálafélagsins „Fyrir Heimaey“ í Vestmannaeyjum um að skipa efsta sæti á lista framboðsins fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Páll etur því kappi við sinn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn, í kosningunum.

Páll greinir frá þessu í færslu á Facebook þar sem hann hrósar núverandi bæjarstjórnarmeirihluta Vestmannaeyingar fyrir frammistöðuna á kjörtímabilinu sem er að líða. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

Kæru vinir og kunningjar!

Ég hef fallist á ósk bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey um að skipa fyrsta sætið á framboðslista þess í bæjarstjórnarkosningunum í næsta mánuði. Kjörnefnd félagsins og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, voru sammála um að best færi á því að oddviti listans og bæjarstjóraefnið væri ekki einn og sami einstaklingurinn og því er þessi háttur hafður á.

Hvað mig varðar er ég þakklátur og stoltur af því að vera treyst fyrir þessu verkefni og mun leggja mig allan fram um að gera góðan bæ enn betri. Reynsla mín og þekking úr stjórnmálunum mun væntanlega ekki síst nýtast í samskiptum og hagsmunagæslu bæjarins gagnvart ríkisvaldinu. Auk þess hef ég langa reynslu af rekstri stórra fjölmiðlafyrirtækja – bæði í einkageiranum og hinum opinbera.

Sem Eyjamaður og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis í fimm ár hef ég fylgst býsna grannt með góðri frammistöðu bæjarstjórnarmeirihlutans á því kjörtímabili sem nú er að líða. Árangurinn hefur verið aðdáunarverður – ekki síst þegar höfð eru í huga utanaðkomandi áföll á borð við loðnubrest tvö ár í röð og covid-faraldur. Ég vil gjarnan stuðla að því að þetta góða starf haldi áfram undir öruggri forystu bæjarstjórans.

En er ég þá hættur að vera sjálfstæðismaður? Svarið við þeirri spurningu er nei. Ég styð Sjálfstæðisflokkinn áfram á landsvísu þótt sjálfstæðismönnum í Vestmannaeyjum hafi ekki borið gæfa til að laga þann klofning sem hér varð 2018. Vonandi kemur að því fyrr en síðar.

Allt fyrir betri Eyjar – ást og friður!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi