fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Heimsókn á Austurvöll breytti lífi Ernu: „Þetta fólk, þessar manneskjur biðja ekki um mikið, í raun ekki neitt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. apríl 2018 20:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta fólk, þessar manneskjur biðja ekki um mikið, í raun ekki neitt. Ég varð vitni af fordómum í dag og sjálf er ég ekki saklaus,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir Snapchat stjarna og pistlahöfundur. Í einlægri færslu á facebook síðastliðinn föstudag sagði hún frá því hvernig óvænt ákvörðun vakti hana til umhugsunar um fordóma samfélagsins í garð þeirra sem minna mega sín.  Óhætt er að fullyrða að færsla Ernu vekji fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að dæma ekki bókina eftir kápunni.

Erna Kristín heldur úti vinsælum aðgangi á Snapchat og Instagram undir nafninu Ernuland. Í færslu sinni ritar hún:

„Föstudagurinn langi, dagurinn sem við leyfum okkur að dvelja í sársaukanum…..hef aldrei pælt í því neitt sérstaklega, en mikið voðalega er þessi dagur búinn að vera langur…kannski er það bara leikskólabarnið mitt sem er á yfirsnúning sem fær mig til að upplifa daginn sem endalausan….allavegana, þá var dagurinn samt sem áður mjög áhugaverður og góður, og ég er þakklát fyrir að fá daga þar sem ég er umkringd ást og sársaukalaus get ég notið lífsins með þeim sem ég elska.“

Líkt og Erna Kristín bendir á þá eru sumir sem eiga langa föstudaga ofar en einu sinni á ári. Það er „ógæfufólkið“ svokallaða; þeir sem hafa farið út af beinu brautinni í lífinu. Fólkið sem stundum er kallað óhreinu börnin hennar Evu, en líkt og Erna bendir á eru þetta einstaklingar sem flestir kannast við en fáir skipta sér af.

„Ég fór með tengdarmömmu minni niður á Austurvöll í dag og átti samtal við nokkrar manneskjur þar. Flest okkar könnumst við þau, en þau sitja gjarnan á bekkjum austurvallar og njóta sólarinnar, vínglöð eða ekki. Sofandi eða ekki. Ein eða ekki. Við hin örkum framhjá þeim & reynum að sleppa við augnkontakt sem gæti leitt í samskipti,“

ritar Erna en hún tók þá ákvörðun þennan dag að fara úr dómarasætinu og tylla sér við hlið fólksins á bekknum. Lýsir hún því hvernig henni var tekið fagnandi af þeim og í kjölfarið sá hún lífið með þeirra augum: hún varð áhorfandi á bekknum líkt og þau. Um leið var meðfylgjandi ljósmynd tekin.

„Sat og horfði á mannlífið. Börnin, hlaupandi, fordómalaus og frjáls. Ég fékk allskonar augnaráð send til mín, fólk var ekki alveg að skilja þessa blöndu.

Ég komst að því að margir þessara einstaklinga hafa villst á braut eftir brotna æsku eða áföll, veikindi eða sjúkdóma og án stuðningsnets endað ein, á götunni. Það fá ekki allir sama hlutkesti í lífinu, það er alveg á hreinu.

Þetta fólk, þessar manneskjur biðja ekki um mikið, í raun ekki neitt. Ég varð vitni af fordómum í dag og sjálf er ég ekki saklaus. Við getum gert betur, ég veit það! Bros og jafnvel góðan daginn ætti ekki að vera erfitt fyrir okkur forréttinda fólkið, það er þó það minnsta sem við getum gert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ratcliffe telur þessa tvo leikmenn United á alltof háum launum og vill þá burt

Ratcliffe telur þessa tvo leikmenn United á alltof háum launum og vill þá burt
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

301 mínúta frá því að Valur skoraði síðast úr opnum leik

301 mínúta frá því að Valur skoraði síðast úr opnum leik
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einlægur Brynjar ræðir tilfinningnaþrungna tíma í Grindavík – „Við hugsum eiginlega bara um daginn í dag“

Einlægur Brynjar ræðir tilfinningnaþrungna tíma í Grindavík – „Við hugsum eiginlega bara um daginn í dag“
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Drottning twerksins“ birtir djarft myndband sem slær í gegn – Sjón er sögu ríkari

„Drottning twerksins“ birtir djarft myndband sem slær í gegn – Sjón er sögu ríkari
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið