fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Pressan

Dularfullt morð fyrir 29 árum síðan loks upplýst

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. mars 2022 18:00

Shu Ming Tang og meintur morðingi hans, Rayna Elizabeth Hoffman-Ramos.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Oklahoma handtók í síðustu viku hina 61 árs gömlu Rayna Elizabeth Hoffman-Ramos fyrir ósvífið morð á taívönskum verslunarmanni fyrir 29 árum síðan, eða árið 1993. Í tilkynningu frá lögreglu vestanhafs segir að nýjar rannsóknaraðferðir hefðu leikið stórt hlutverk í rannsókninni og orðið til þess að rannsókn var hafin á ný á málinu.

Samkvæmt lögreglu er hún nú grunuð um að hafa skotið Shu Ming Tang er hann stóð vaktina í fjölskylduverslun í San Carlos nálægt San Francisco. Mun Ramos hafa skotið Tang í bringuna er hún gerði tilraun til þess að ræna verslunina.

San Carlos er öllu jafna heldur friðsælt svæði og var morðið á Tang rætt manna á milli í mörg ár. Í yfirlýsingu frá bæjarstjóra San Carlos, Sara McDowell, segir hún að Tang hafi verið eiginmaður, faðir og vinur sem kom til Bandaríkjanna í leit að betra lífi.

Saksóknarar í Kaliforníu vinna nú að því að fá Ramos framselda frá Oklahoma svo hægt sé að sækja hana til saka. Á hún yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

New York Post greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Myndband virðist sýna uppnám á milli Macron og eiginkonu hans – Ýtti í andlitið á honum

Myndband virðist sýna uppnám á milli Macron og eiginkonu hans – Ýtti í andlitið á honum
Pressan
Í gær

Fyrrum lögreglustjóri flúði úr fangelsi – Dæmdur fyrir morð og nauðgun

Fyrrum lögreglustjóri flúði úr fangelsi – Dæmdur fyrir morð og nauðgun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir þetta ástæðuna fyrir að sofa eigi með gluggana lokaða

Læknir segir þetta ástæðuna fyrir að sofa eigi með gluggana lokaða
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Grænmeti er eitur“ segir prófessor í heilbrigðisfræði

„Grænmeti er eitur“ segir prófessor í heilbrigðisfræði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir borgaði manni fyrir að myrða 12 ára dóttur hennar

Móðir borgaði manni fyrir að myrða 12 ára dóttur hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu að gera ef þú vaknar á nóttunni og getur ekki sofnað aftur

Þetta áttu að gera ef þú vaknar á nóttunni og getur ekki sofnað aftur