fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Þessar matartegundir á ekki að geyma í ísskáp

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. mars 2022 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísskápurinn er líklega sú uppfinning sem hefur skipt mestu máli um geymslu matvæla, en ekki má þó gleyma því að salt og niðursuða matvæla eru einnig mikilvægar aðferðir til að geyma matvæli. En margir setja eitt og annað í ísskápinn sem ekki á að geyma í honum.

Þegar matvæli eru sett í ísskáp þá lækkar hitinn í þeim og þannig er hægt að lengja „líftíma“ þeirra og koma í veg fyrir að bakteríur hreiðri um sig. En í sumum tilfellum getur það einnig breytt áferð þeirra og bragði til hins verra.

Á vef Lifehacker var nýlega fjallað um nokkur matvæli sem á ekki að geyma í ísskáp.

Tómatar eru þar á meðal. Ef þeir eru kældir þá getur það dregið úr bragðinu. Ástæðan er að þegar þeir eru kældir þá gerist svolítið inni í þeim sem gerir að verkum að sætt bragð þeirra og lokkandi ilmurinn hverfa. Tómatar innihalda einnig ákveðið ensím sem þolir kulda illa og gerir tómata mjúka, of mjúka.

Tómatar á ekki að geyma í ísskáp.

 

 

 

 

 

 

Kartöflur eiga helst að vera í kulda, myrkri og þurrum stað. En ísskápurinn er aðeins of kaldur. Það er sterkja í kartöflum sem verður að sykri ef þær verða of kaldar. Það gerir kartöflurnar dökkar og bragðið breytist sem og áferðin. Þess vegna er best að geyma kartöflur í búrinu eða eldhússkáp.

Kartöflur eiga ekki að fara í ísskápinn.

 

 

 

 

 

 

 

Laukur getur þolað viku í ísskáp ef hann er niðurskorinn. En heill laukur á ekki að fara inn í ísskápinn því hann getur dregið raka í sig og þá verður hann mjúkur. Kuldinn breytir sterkjunni í lauk í sykur sem gerir hann enn mýkri.

Það er í lagi að geyma skorinn lauk í ísskáp.

 

 

 

 

 

 

 

Lárperur á ekki að geyma í ísskáp því kuldinn getur bremsað þroskaferil þeirra. Best er að geyma þær við stofuhita þar til þær eru fullþroska. Þegar þær hafa náð hinum fullkomna græna lit og mjúkleika á að geyma þær í ísskáp til að stöðva þroskaferilinn. Það er líka hægt að setja þær í vatn til að stöðva þroskaferilinn.

Lárperur eiga ekki að fara í ísskápinn fyrr en þær hafa náð fullum þroska.

 

 

 

 

 

 

Hvítlaukur er eins og laukur ekki eitthvað sem á að geyma í ísskáp. Rakinn í loftinu getur orðið til þess að hann spíri og áferð hans breytist. Það er þó hægt að geyma niðurskorinn hvítlauk í ísskáp og hvítlauk sem er búið að taka utan af. Ekki er mælt með að hann sé geymdur lengur en í tvo daga.

Hvítlauk á ekki að geyma í ísskáp.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð