fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Eyjan

Sigmundur segir þetta líklega vera stærsta pólitíska afleik Sjálfstæðisflokksins frá upphafi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. mars 2022 09:00

Sigmundur Ernir Rúnarsson. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Forkólfar Sjálfstæðisflokksins leggja höfuðáherslu á það í sinni pólitík að vera utan helsta og sterkasta friðarbandalags Evrópu þar sem lýðræði, markaðsfrelsi, samkeppni og nýsköpun skipta meginmáli ásamt afdráttarlausri áherslu á mannréttindi.“

Þetta segir í upphafi leiðara Fréttablaðsins í dag en hann ritar Sigmundur Ernir Rúnarsson. Leiðarinn ber fyrirsögnina „Afleikurinn“ og fjallar um Sjálfstæðisflokkinn og andstöðu hans við aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Sigmundur segir að af ræðum og ritum Sjálfstæðismanna megi ráða að Íslandi standi ekki meiri stuggur af nokkru bandalagi en ESB og að nær allt sem það stendur fyrir sé okkur óviðkomandi. „Gott ef sama bandalag muni ekki gleypa landið í einum bita fari svo að Ísland gangi í björgin þau arna. Gamli flokkurinn sem talaði á fyrri tíðum digurbarkalega fyrir vestrænni samvinnu og öflugum viðskiptasamböndum á alþjóðavísu er nú hjáróma talsmaður þess að hundsa helsta efnahagsbandalag álfunnar sem líklega hefur aldrei staðið sterkar og þéttar saman um að hrista af sér óværu einræðis og yfirgangs í sínum heimshluta,“ segir Sigmundur og víkur síðan að því sem hann segir líklega vera stærsta pólitíska afleik flokksins frá upphafi.

„Þessi einbeitti ásetningur flokksins er líklega stærsti pólitíski afleikurinn í sögu hans. Honum er bókstaflega stefnt gegn meginstefnumálum flokksins um frelsi og markaðshyggju. Hann er úr takti við kröfu hans um óskorað lýðræði og réttarríki. Og það er auðvitað líka til marks um þessa veruleikafirringu flokksins að hann er eini hægriflokkurinn af sínu tagi í Evrópu sem efast jafn óskaplega um ágæti bandalagsins, ellegar – og það er kannski betur orðað – hræðist það og skelfist,“ segir Sigmundur.

Hann bætir síðan við að Sjálfstæðisflokkurinn sé úti á þekju í Evrópusamstarfi hægriflokka vegna þessarar afstöðu sinnar því höfuðeinkenni langflestra sambærilegra flokka á meginlandinu sé að tala fyrir sterku efnahagsbandalagi.

„Ásýnd Sjálfstæðisflokksins hefur beðið hnekki vegna þessa. Það sér á flokknum. Hann er ekki sama víðsýna og umburðarlynda stjórnmálaaflið og hann var áður þegar hann var myndaður af breiðfylkingu fólks frá ysta hægri inn að mildri miðju. Hann hefur einangrast í afturhaldi og óttablandinni umræðu um að hagsmunum Íslands sé best borgið með takmarkaðri aðild að sterkasta lýðræðisbandalagi heims, en þiggja þaðan molana, vissulega, án þess þó að hafa þar nokkuð að segja um regluverk og ákvarðanir. Sjálfstæðisflokkurinn er að þessu leyti úti á túni í Evrópu. Og það er hlutskipti sem hann hefur ákveðið sjálfum sér,“ segir Sigmundur og bætir við að þetta séu ótrúleg örlög flokks sem lagði eitt sinn áherslu á að vera fjöldahreyfing fólks sem virði vestræna samvinnu umfram allt annað. „En kannski langar hann bara að verða lítill?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“