fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Mál Aarons Ísaks endurupptekið – Línur skýrast á næstu vikum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. mars 2022 20:00

Aaron Ísak í undankeppni Eurovision 2020. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV verður nýtt þinghald í máli gegn söngvaranum Aaron Ísak þann 22. mars. Aðalmeðferð í máli hans var 2. og 3. febrúar en að mati dómara vantaði gögn inn í málið sem tengjast tölvu Aarons sem hefur verið til rannsóknar. Talið er að dómur verði kveðinn upp í málinu í byrjun apríl. Flest í málinu er talið liggja fyrir og því vantar lítið upp á til að dómari geti kveðið upp dóm.

Eins og DV hefur greint ítarlega frá er Aaron Ísak ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum, þar af tveimur 12 ára. Er þar um að ræða rafræna áreitni en auk þess er hann sagður hafa nálgast drengina og reynt að fá þá til samræðis við sig. Hann er einnig sakaður um vörslu barnaníðsefnis.

Meint brot áttu sér stað frá haustinu 2019 og fram til vorsins 2020. Aaron Ísak er meðal annars sagður hafa skrifast á við drengi með grófum, kynferðislegum hætti, þar sem hann lýsti kynlífsathöfnum. Einnig er hann sakaður um að hafa sent drengjum myndir af getnaðarlim sínum og gróf kynferðisleg myndbönd og myndir.

Hann er ennfremur sakaður um að hafa reynt að hafa kynferðismök við tvo 12 ára drengi, er hann sagður hafa kysst annan þeirra á munninn, sem brást við með því að ýta honum frá sér. Hann er sagður hafa káfað á drengnum utanklæða, meðal annars í klofi. Reyndi hann jafnframt að fá drenginn og vin hans með sér niður í bílakjallara á ótilteknum stað.

Aaron Ísak birti um daginn óræða yfirlýsingu þar sem hann virðist í senn afneita sekt sinni og játa hana að hluta. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Ég mun tala um þetta ýtarlega þegar málinu líkur. Ég er ekki siðblindur né með barnagirnd og myndi aldrei gera barni mein vís vitandi. Ég tek ábyrgð á því sem ég hef gert rangt, en ef ákæran væri í heild sinni sönn ætti ég á mjög erfitt með að lifa með sjálfum mér. Ég biðst afsökunnar til allra sem ég hef sært á nokkurn hátt.“

Aaron Ísak er fæddur árið 1998 og verður 24 ára síðar á þessu ári. Hann vakti mikla athygli fyrir þátttöku sína í forkeppni Eurovision-söngvakeppninnar árið 2020 en þar keppti hann undir listamannsnafninu Kid Isak. Árið 2019 bar hann sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna er hann flutti lag hljómsveitarinnar Queen, Love of My Life.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Í gær

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug