fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Dómur yfir Jóni Rúnari þyngdur – Henti konu fram af svölum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. mars 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Jóni Rúnari Péturssyni, sem haustið 2019 henti konu fram af svölum á íbúð á annarri hæð í blokk í Breiðholti, í tvö og hálft ár, en hann hafði fengið 21 mánuð í héraði.

Sjá einnig: Jón Rúnar dæmdur í fangelsi

Greint var frá málinu í dagbók lögreglu á sínum tíma en lögregla kom á vettvang og handtók Jón Rúnar. Var hann úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald. Hann var á skilorði er atvikið átti sér stað. Jón Rúnar er vélfræðingur að mennt og er 41 árs gamall.

Konan slasaðist alvarlega en í dómi héraðsdóms kom fram að hún hafi hlotið heilahristing, blæðingar og bólgur undir húð í andliti ásamt skurðum yfir kjálka vinstra megin, brot á tveimur stöðum í neðri kjálka, brot í kinnholu í efri kjálka, brotnar tennur og brot á mjaðmabeini.

Í dómnum er vísað í skýrslu sem tekin var af konunni, viku eftir að henni var hent fram af svölunum. „Hún kvaðst hafa verið í heimsókn hjá ákærða. Þau hefðu líklega verið eitthvað að rífast en allt í einu hafi ákærði hent henni fram af svölunum. Hafnaði hún því alfarið að hafa hoppað niður og kvaðst þess viss því þá hefði hún lent betur,“ segir í dómnum en Jón hafði haldið því fram að hún hafi hoppað sjálf fram af.

Þá kemur fram í dómnum að Jón hafi sagt í skýrslutöku að hann og konan hafi átt í ástarsambandi. Jón Rúnar vildi meina að hún hefði ráðist á hann með hníf eða barefli eftir að hann sagðist vilja slíta sambandinu. Konan sagði sjálf í skýrslutöku að hennar minning um málið væri ekki eins, hún sagðist ekki muna eftir því að hafa ráðist á hann.

Sem fyrr segir þyngir Landsréttur dóm yfir Jóni Rúnari upp í tvö og hálft ár. Þá er hann dæmdur til að greiða konunni rétt rúmar 2 milljónir króna í miska- og skaðabætur.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Í gær

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Í gær

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Í gær

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins