fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Eyjan

Mikill meirihluti Íslendinga er hlynntur lagningu Sundabrautar

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill meirihluti Íslendinga er hlynntur eða frekar hlynntur lagningu Sundabrautar. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar sem markaðsrannsóknarfyrirtækið Maskína lagði fyrir tilviljunarkennt úrtak úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 7-14. febrúar síðastliðinn og voru svarendur alls 926 talsins.

Spurt var „Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) lagningu Sundabrautar, burt séð frá því hvort hún verður á brú eða í göngum?

Alls voru 46,8% aðspurða (379)  mjög hlynntir því að Sundabraut yrði að veruleika en 19,5% (158) fremur hlynntir. Þá voru 27,5% í meðallagi (223) hlynntir eða andvígir framkvæmdinni. Athygli vekur að aðeins 1,7% (14) aðspurðra voru mjög andvígir framkvæmdinni en 4,5% (37) fremur andvígir.

Því eldri sem svarendur voru því líklegri voru þeir að vera hlynntir framkvæmdinni og þá var mikill munur á afstöðu fólks eftir búsetu. Einstaklingar sem búa á Vesturlandi eða Vestfjörðum voru afar hrifnir af hugmyndinni (76,2% mjög hlynntir) en þeir sem voru búsettir á Suðurlandi voru ekki eins hrifnir (35% mjög hlynntir). Helgast það væntanlega af því að fyrri hópurinn er mun líklegri til að nota Sundabraut grimmt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“