fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Lenya Rún: „Eftir sitja þúsundir Íslendinga, reiðir og vonlitlir um að réttlætið sé að finna“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 9. mars 2022 09:50

Lenya Rún Taha Karim

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, flutti sína fyrstu þingsályktunartillögu á Alþingi í gær. Tillagan snýst um þolendamiðaða heildarendurskoðun á hegningarlögum Íslands.

„Við viljum að réttarkerfið á Íslandi sé sanngjarnt. Við viljum að fólk geti treyst kerfinu fyrir málum sínum vitandi að það muni að endingu fá sanngjörn málalok, að gerendur afbrota fái viðeigandi refsingu og að þolendur þeirra fái réttlætinu fullnægt. Stórir hópar í íslensku samfélagi treysta hins vegar ekki réttarkerfinu, einmitt vegna þess að það veitti þeim ekki sanngjörn málalok,“ sagði Lenya í upphafi ræðu sinnar í gær.

Hún sagði að þolendur margvíslegs ofbeldis og aðstandendur þeirra hafi leitað til lögreglu og dómstóla í von um viðurkenningu á því óréttlæti sem þau voru beitt en án árangurs. „Eftir sitja þúsundir Íslendinga, reiðir og vonlitlir um að réttlætið sé að finna innan réttarvörslukerfisins,“ sagði hún.

„Þess vegna mæli ég hér fyrir þingsályktunartillögu um þolendamiðaða heildarendurskoðun hegningarlaga. Þrátt fyrir að málið sé víðfemt lýsir þessi þriggja orða titill tillögunnar vel innihaldi hennar: Að taka hegningarlögin, sjálfan grundvöllinn að réttarkerfinu, til endurskoðunar og gera nauðsynlegar breytingar svo hegningarlögin virki fyrir þolendur og þjóni samfélagslegu hlutverki sínu.“

Lenya setur útfærslu frumvarpsins í hendur Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra en hann hefur fram til 1. október næstkomandi til að leggja fram fullbúið frumvarp um málefnið.

„Við endurskoðunina verði ráðherra gert að líta til þess hvernig tryggja megi hagsmuni og réttindi þolenda hvers kyns afbrota með sérstaka áherslu á úrbætur í nokkrum málaflokkum eins og kynferðisbrotum, ofbeldi í nánum samböndum, byrlunum, hatursglæpum, röngum sakargiftum og meiðyrðamálum gegn þolendum.“

Hægt er að horfa á ræðu Lenyu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Hide picture