fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Segir samstöðu um NATO ekki hafa verið meiri hér á landi áratugum saman

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. mars 2022 09:00

Fáni NATO. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Njáll Trausti Friðbertsson, formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins og varaformaður utanríkismálanefndar, segist finna fyrir miklu meiri áhuga en fyrr á NATO í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Njáli að þetta eigi einnig við um starfsemi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, en hann er formaður samtakanna. „Við erum að vakna upp af þyrnirósarsvefni. Þessi mál hafa verið svolítið í dvala í þrjátíu ár,“ er haft eftir honum.

Á laugardaginn stóð Varðberg fyrir svokölluðum NATO skóla í Háskólanum í Reykjavík. Þar var starf NATO kynnt sem og varnarsamningurinn frá 1951 og fleira. Voru fyrirlestrarnir vel sóttir að sögn Njáls. „Við höfum ekki séð aðra eins samstöðu innan ríkja NATO um áratuga skeið. Við höfum heldur ekki séð aðra eins samstöðu á Alþingi,“ er haft eftir honum.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Fréttablaðið að stefna flokksins hafi ekki breyst en í stefnu flokksins er lögð áhersla á að hér eigi ekki að vera her, hvorki innlendur né erlendur, og að Ísland eigi að standa utan varnarbandalaga. „Við virðum hins vegar þá þjóðaröryggisstefnu sem samþykkt var á Alþingi árið 2017 með yfirgnæfandi stuðningi, en aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu er ein af stoðum hennar,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB