fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Eyjan

Varar við fjandsamlegri yfirtöku í Félagi eldri borgara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. mars 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnur Birgisson, fyrrverandi skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar, segir fjandsamlega yfirtöku hugsanlega yfirvofandi í Félagi eldri borgara. Stjórnarkjör er framundan á aðalfundi næstkomandi þriðjudag og hefur Þorkell Sigurlaugsson, sem þekktur er úr atvinnulífinu, boðið sig fram til formanns. Þorkell býður sig einnig fram í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnarkosninganna í vor.

Núverandi formaður er Ingibjörg H. Sverrisdóttir og sækist hún eftir endurkjöri. Finni hugnast ekki mótframboð Þorkels og ekki heldur framboð þriggja nýrra manna í stjórn. Telur hann að þarna séu menn sem ekkert hafa unnið að málefnum eldri borgara að seilast til áhrifa:

„Framan af leit út fyrir að Ingibjörg yrði ein í framboði til formanns. En um síðustu helgi, rétt áður en lokaframboðsfrestur rann út, barst hinsvegar tilkynning frá Þorkeli Sigurlaugssyni viðskiptafræðingi um framboð hans til formanns. Fljótlega eftir það fór svo að fréttast að komin væri í gang áróðursherferð, þar sem fólk er í tölvupósti hvatt til að kjósa Þorkel og auk hans þrjá nafngreinda karla úr hópi frambjóðenda, – einmitt þá sem eru nýir á listanum og sitja ekki í núverandi stjórn. Það leynir sér því ekki að markmið hópsins er að yfirtaka Félag eldri borgara.

Sérstaka athygli vekur í þessu samhengi sú staðreynd að Þorkell er inngróinn Sjálfstæðisflokksmaður sem sækist m.a. þessa dagana eftir öðru sæti á D-lista til borgarstjórnar. Með formannsframboðinu er hann því að freista þess að velta flokkssystur sinni úr sessi, því Ingibjörg er líka nátengd Sjálfstæðisflokknum. Stuðningur við hana einskorðast þó ekki við sjálfstæðismenn, því hún hefur áunnið sér virðingu og traust allra flokka fólks fyrir einarða baráttu sína fyrir málstað eldri borgara.“

Finnur telur að framboðin séu runnin undan rifjum hagsmunaaðila sem vilji sölsa undir sig ferðaþjónustustarfsemi Félags eldri borgara:

„Óhjákvæmilega er spurt hvernig standi á þessari aðför að formanni og stjórn FEB. Óljóst er hvað nýja „formannsefninu“ og liði hans gengur til, því enginn þeirra hefur hingað til látið til sín taka í starfi félagsins. Ekkert virðist heldur benda til þess að aðgerðin sé runnin undan rótum forystu Sjálfstæðisflokksins. Sterkar vísbendingar eru hinsvegar um að aðförin sé að undirlagi tiltekinna hagsmunaaðila í því skyni að sölsa undir sig ferðaþáttinn í starfsemi FEB, en félagið hefur jafnan staðið fyrir fjölda hópferða eldri borgara bæði innanlands og erlendis.“

Pistilinn í heild má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna