fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Jóhannes stefnir á fyrsta sætið hjá Miðflokknum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. mars 2022 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Loftsson, sem látið hefur að sér kveða í umræðu um sóttvarnatakmarkanir vegna Covid-19, sækist eftir 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík, fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Jóhannes hyggst berjast gegn lóðaskorti og stefnu núverandi borgaryfirvalda í samgöngumálum. Þá hyggst hann efla Reykjavíkurflugvöll.

Í tilkynningu frá Jóhannesi segir:

„Síðustu ár hafa vandamálin hrannast upp í borginni.  Umferðaræðar stíflast á annatímum og fólk eyðir sífellt meiri tíma fast í umferðinni.  Stutt er í að innanlandsflug frá Reykjavík leggist af og í þéttingahverfum fækkar bílastæðum og útivistasvæðum jafnt og þétt.

Húsnæðisverð er í hæstu hæðum, þökk sé m.a. lóðaskortsstefnu sem beindi uppbyggingu á dýrustu byggingarsvæðin og  “Samgöngusáttmáli” ríkis og borgar er meira af því sama, því fjármagna á rándýra vegstokka og borgarlínu með lóðabraski og vegtollum.

Samhliða eru framkvæmdir sífellt að verða vanhugsaðri. Margföld framúrkeyrsla braggans og milljarða framúrkeyrsla Sorpu eru samt bara vísir af því sem koma skal ef risagæluverkefnin fara á flug því borgarlínan, borgarstokkarnir og flutningur Reykjavíkurflugvallar eru sérhvert dæmi um hundruð milljarða króna verkefni.

Þegar sóun er orðin að fíkn og fasteignabrask orðið að tekjulind, ætti engum að koma á óvart að stjórnlaus skuldasöfnum fylgi í kjölfarið.  Ef ekki verður strax viðsnúningur á þessari óheillaþróun er hætt við að afturfarirnar sem fylgja verði óafturkræfar með tilheyrandi varanlega skertum lífskjörum Reykvíkinga.

Bregðast þarf við áður en það er um seinan.  Bestu umferðarlausnir hafa verið útilokaðar og lóðaskortur er tilbúið vandamál því aðeins helmingur byggingarlands Reykjavík hefur verið nýttur. Viðeyjarbraut sem tengir Laugarnes við Gufunes og Kjalarnes mun leysa bæði lóðaskortinn og umferðarhnútana.  Reykjavíkurflugvöll þarf að verja til frambúðar og auka þátt millilandaflugs þaðan.  Borgarlínan og vegstokkahugmyndirnar eru glórulaus sóun á skattfé því verður að stöðva þessi verkefni strax. Borgarrekstur þarf að vera sjálfbær en ekki rekin af lántöku og leggja þarf óháð mat á allar framkvæmdir svo fleiri braggaverkefni rísi ekki.

Reykjavík framtíðarinnar á að vera ábyrg borg, þar sem ódýrt er að lifa og auðvelt er að ferðast, innanbæjar, innanlands og utanlands.  Reykjavík framtíðarinnar á að vera þjónustumiðuð borg þar sem grunnþjónustan fær forgang fram fyrir gæluverkefnin.  Reykjavík á að vera borg sem eftirsóknarvert er að búa í.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda