fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Norski olíusjóðurinn ætlar að draga allar fjárfestingar sínar frá Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. febrúar 2022 16:30

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norski olíusjóðurinn, öðru nafni eftirlaunasjóðurinn, er engin smásmíði en hann nota Norðmenn til að fjárfesta olíuauð sínum til að búa sig undir framtíðina þegar olían verður á þrotum eða vinnslu hennar hefur verið hætt. Nú ætlar sjóðurinn að draga sig alfarið frá Rússlandi og losa sig við allar fjárfestingar sínar þar.

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, tilkynnti þetta á fréttamannafundi í gærkvöldi. Sjóðurinn á hlutabréf í 47 rússneskum fyrirtækjum auk rússneskra ríkisskuldabréfa. Heildarverðmæti þessara eigna var 25 milljarðar norskra króna í árslok 2021.

Trygve Slagsvold Vedum, fjármálaráðherra, sagði að markmiðið væri að olíusjóðurinn dragi sig algjörlega út af rússneska markaðnum.

Á fundinum var einnig tilkynnt að Norðmenn muni verja allt að tveimur milljörðum norskra króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“