fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Segir kjarnorkuvopnahótun Pútín merki um að Rússar séu að tapa stríðinu – Vona að enn sé smá skynsemi til staðar í Kreml

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. febrúar 2022 08:35

Pútín þegar hann ávarpaði rússnesku þjóðina í síðustu viku.Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður auðvitað að taka hótanir Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, um að beita kjarnorkuvopnum alvarlega en um leið verður maður að vona að það sé enn smá skynsemi til staðar í Kreml.

Þetta sagði Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur hjá Dansk Institut for International Studier, í samtali við Jótlandspóstinn í gær um stöðu mála í Úkraínu.

Í gær fyrirskipaði Pútín hækkað viðbúnaðarstig þeirra rússnesku viðbragðssveita sem hafa aðgang að kjarnorkuvopnum og þegar hann tilkynnti um innrásina í Úkraínu í síðustu viku hótaði hann að beita kjarnorkuvopnum gegn ríkjum sem kynnu að blanda sér í stríðið í Úkraínu.

Í gær var einnig tilkynnt að sendinefndir Rússa og Úkraínumanna muni funda við landamæri Hvíta-Rússlands. Jótlandspósturinn spurði Hansen hvað þetta þýði í raun en hann hefur fylgst vel með rússneskum og úkraínskum stjórnmálum árum saman og þekkir því vel til mála.

Hann sagði að þetta væri merki um að Rússar séu að tapa stríðinu. Þeir geti ekki einu sinni náð borg, sem er nærri rússnesku landamærunum, á sitt vald og það sýni að rússnesku hersveitirnar séu í vanda. Rússar hafi vænst þess að geta lagt Úkraínu undir sig á skömmum tíma en það hafi reynst vera tálsýn. Strax á öðrum degi stríðsins hafi Rússar verið reiðubúnir til samningaviðræðna og á fjórða degi séu þeir tilbúnir með sendinefnd til viðræðna við Úkraínumenn. „Þetta er Pútín að reyna að bjarga því sem bjargað verður,“ sagði hann.

Aðspurður um hvort taka beri Pútín alvarlega þegar hann hótar að beita kjarnorkuvopnum sagði Hansen að það verði að taka það mjög alvarlega en sagðist um leið ekki telja ástæðu til að óttast að staðið verði við hótunina. Enn standi vonir til að einhver skynsemi sé til staðar meðal æðstu manna í hinu pólitíska kerfi í Rússlandi. „Það eru vaxandi umræður um hvort skynsemin ráði ekki ríkjum hjá Pútín,“ sagði hann. Aðspurður um hvort hann telji að Pútín hafi einfaldlega misst vitið sagðist hann telja að Pútín taki málið mjög inn á sig persónulega. Hann sé vanur að vera ískaldur og yfirvegaður en þegar hann talaði í síðustu viku hafi verið eins og tilfinningarnar hefðu meiri áhrif. Það sé eitthvað sem geti haft áhrif á ákvarðanatöku hans og skýrt af hverju hann ákvað að ráðast á Úkraínu. „En það er ljóst að ef tilfinningarnar hafa áhrif á Pútín þá er erfitt að spá fyrir um hvað gerist,“ sagði Hansen einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær