fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Vorkennir Hilmari Árna sem slasaðist við óboðlegar aðstæður á Akureyri

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 27. febrúar 2022 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þurr gervigrös voru til umræðu í Íþróttavikan með Benna Bó sem var á dagskrá Hringbrautar en formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar skrifaði harðorðan pistil á fótbolta.net í vikunni þar sem hann gagnrýndi KSÍ, Þór og bæjarpólitíkina á Akureyri en einn besti maður Stjörnunnar, Hilmar Árni Halldórsson meiddist að því er virðist alvarlega í leiknum.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar og fyrrum ritstjóri Fótbolta.net, mætti í settið ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og fóru yfir annarsvegar leikinn og hinsvegar gervigrösin á Íslandi.

„Ég vorkenni fyrst og fremst Hilmari Árna,“ sagði Magnús. „Þetta er umræða sem hefur farið fram áður og það þarf að fara gera eitthvað í þessum málum á Akureyri því það er ekki einn góður völlur í þessu bæjarfélagi. KA er með slakan heimavöll og Þór sömuleiðis. Svo er Boginn sem er ónýtur og gervigrösin við KA svæðið er ónýtt. Maður skilur alveg að það sé mikil reiði hjá þessum félögum því það er ekki búið að gera neitt fyrir þau,“ segir Magnús. Hann bætti við að honum finnist eftirá skýringar stjórnmálamanna á Akureyri vera þvæla.

Hörður skilur ekki að Stjarnan hafi spilað á sínu bestu mönnum í leik sem þeir vildu ekki spila á þessum stað. „Ef Stjörnumenn vissu að þetta væri slysagildra, hefðu þeir ekki átt að sleppa að mæta í leikinn og taka þá sekt sem þeir myndu fá. Eða senda annan flokkinn?“

Magnús segir að KR og FH hafi spilað þarna og allir leikmenn þar sloppið. „Slysin gerast og þeir eru óheppnir en það eru miklu meiri líkur þarna á þurrum gervigrasvelli að lenda í þessu en á einhverjum öðrum velli.“

Nánari umræðu um slysagildrurnar á skraufþurru gervigrasi má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sancho hefur engan áhuga á því að snúa aftur til United

Sancho hefur engan áhuga á því að snúa aftur til United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af