fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Fimm lykilspurningar og svör um árás Rússa á Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 09:12

Særður borgari aðstoðaður í Chuhuiv eftir loftárás Rússa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir vita væntanlega þá réðust Rússar á Úkraínu í morgun. Fréttir eru að mörgu leyti óljósar um gang mála og ber ekki alltaf saman. En hér förum við yfir nokkrar lykilspurningar varðandi árásina og svörum þeim út frá fyrirliggjandi upplýsingum.

Hvar létu Rússar til skara skríða? Þeir hófu umfangsmikla innrás í nótt og beinist hún gegn mörgum borgum, ekki bara í austurhluta landsins. Fréttir hafa borist um sprengingar víða um landið, þar á meðal í höfuðborginni Kiev og milljónaborgunum Kharkiv í austurhluta landsins og Odessa við Svartahafið. New York Times segir að embættismenn hafi tilkynnt um eldflaugaárásir í Dnipro og fréttir hafa borist um árás í Kherson.

Í Donbass segjast aðskilnaðarsinnar, sem njóta stuðnings Rússa, hafa tvo bæi á sínu valdi og ráðist hefur verið á hafnarborgina Mariupol og Kramatorsk.

Hefur orðið manntjón? Að minnsta kosti sjö hafa látist í árásum Rússa og níu eru særðir samkvæmt upplýsingum frá úkraínskum yfirvöldum. Ekki hefur komið fram hvort um hermenn eða óbreytta borgara er að ræða.

Hvað segja rússnesk yfirvöld? Í sjónvarpsávarpi í nótt sagði Pútín að hann hefði gefið fyrirmæli um hernaðaraðgerðir í austurhluta Úkraínu. Hann sagði einnig að Rússar hefðu ekki í hyggju að hernema úkraínsk landsvæði. Hann hótaði einnig öllum sem kunna að blanda sér í hernað Rússa í Úkraínu og sagði að Rússar myndu svara íhlutun samstundis.

Hvernig er brugðist við í Úkraínu? Herlög hafa verið sett og lofthelginni hefur verið lokað. Volodymyr Zelenskij, forseti, segir að Rússar hafi gert eldflaugaárásir á innviði og landamæraverði. Hann hvatti landa sína til að halda sig heima. Þrátt fyrir það er mikill straumur út úr Kiev og langar bílalestir hafa myndast.

Hver eru viðbrögð umheimsins? Joe Biden, Bandaríkjaforseti, segir að „bænir heimsins séu með Úkraínumönnum“ og segir árás Rússa „óréttmæta og tilefnislausa“. Hann lofaði að Bandaríkin og bandamenn þeirra muni bregðast við af festu og í sameiningu. Heimsbyggðin muni gera Rússa ábyrga fyrir stríðinu.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa fordæmt árásina. Það sama hafa Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, Justin Trudeay, forsætisráðherra Kanada og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn