fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Ásmundur býður sig fram í Rangárþingi ytra – Hættir á þingi ef hann nær kjöri

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. janúar 2022 08:00

Ásmundur Friðriksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann stefnir á að verða sveitarstjóri. Ef hann nær kjör ætlar hann að hætta á þingi.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir Ásmundi að þetta sé spennandi tækifæri og hann hafi lofað sínu fólki fyrir austan að bjóða sig fram sem sveitarstjóraefni. Fresturinn renni út um miðjan febrúar og að óbreyttu verði hann í framboði.

Áður höfðu fjölmiðlar skýrt frá því að Ásmundur hygðist bjóða sig fram í sveitarfélaginu og myndi stefna á oddvitasætið hjá Sjálfstæðismönnum.

Morgunblaðið hefur eftir Ásmundi að hann kunni vel við sig í Rangárþingi ytra og eigi vini á nánast öðrum hverjum bæ. Konan hans er ættuð af Suðurlandi og þau eiga sumarhús í sveitinni.

Þau hjónin fluttu nýlega lögheimili sitt að Árbæjarhjáleigu í Holtum. Hann sagði að mörg spennandi verkefni bíði í sveitarfélaginu og nauðsynlegt sé að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið.

Hann sagðist hafa tilkynnt þingflokki Sjálfstæðisflokksins um fyrirætlanir sínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær