fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Björn gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn fyrir óvissu í framboðsmálum – „Opinberlega heyrist hvorki hósti né stuna frá stjórn Varðar“

Eyjan
Mánudaginn 17. janúar 2022 16:00

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Opinberlega heyrist hvorki hósti né stuna frá stjórn Varðar. Ákvörðunin um leiðtogaprófkjör virðist standa þótt Hildur vilji að fram vari almennt prófkjör,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn, á heimasíðu sinni.

Björn segir mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn haldi stöðu sinni sem stærsti flokkurinn í Reykjavík í komandi borgar- og sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í vor. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, hefur ákveðið að haldið verði leiðtogakjör sem felur í sér að kosið yrði um efsta sætið. Hins vegar er aðeins einn frambjóðandi í oddvitasætið, Hildur Björnsdóttir, en núverandi oddviti flokksins í borginni, Eyþór Arnalds, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Því virðist leiðtogakjör vera fallið um sjálft sig. Björn segir brýnt að taka ákvörðun sem fyrst um hvort almennt prófkjör verður haldið og bendir á að það sé vilji Hildar Björnsdóttir.

Björn segir að ákvörðun fulltrúaráðsins hafi mælst illa fyrir. Brýnt sé að taka ákvörðun sem fyrst um hvort halda eigi almennt prófkjör eða ekki:

„Opinberlega heyrist hvorki hósti né stuna frá stjórn Varðar. Ákvörðunin um leiðtogaprófkjör virðist standa þótt Hildur vilji að fram vari almennt prófkjör.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar að bjóða sig fram að nýju, fyrst í flokksvali Samfylkingar og síðan á lista flokksins. Þetta var ekki vitað fyrr en mánudaginn 10. janúar.

Mikið er í húfi fyrir sjálfstæðismenn í Reykjavík, að halda stöðunni sem stærsti flokkurinn í borgarstjórn og auka styrk sinn enn frekar. Vörður hlýtur að taka endanlega af skarið fyrr en síðar um aðferðina við val á framboðslistann. Ekki er eftir neinu að bíða.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir