fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Þess vegna skaltu venja þig á að anda í gegnum nefið

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 13:00

Hvernig ætli þefskynið sé hjá þessum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú hugsað út í hvort þú andar meira með munninum eða nefinu? Það er nefnilega ekki sama hvort þú andar með munninum eða nefinu.

Þetta sagði Lasse Enkebølle, yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Vejle í Danmörku, í sjónvarpsþættinum „Go morgen Danmark“ nýlega. Hann sagði að nefið sé sérstaklega byggt til að anda í gegnum það og því gleymi fólk oft. Það sé mikilvægt að anda með því þar sem nefið sé með innbyggðan varnarbúnað, útvörð varna líkamans.  Hann hvetur fólk því til að æfa sig í að anda með nefinu, það sé sérstaklega mikilvægt á tímum heimsfaraldurs.

Hann sagði að fólk andi oft með munninum því það sé minni mótstaða við það og því fari ekki eins mikil orka í þá öndun en það megi ekki gleyma að anda í gegnum nefið því það styrki öndunarvöðvana.

Í slímhimnu nefsins eru lítil bifhár sem flytja veiruagnir niður í gegnum kokið og niður í magann þar sem þær leysast upp í magasýru í stað þess að enda í lungunum. Bifhárin gegna því hlutverki síu. Sagði Enkebølle að það að anda gegnum nefið geti því komið í veg fyrir sjúkdóma, til dæmis kórónuveirusmit.

Hann benti fólki á að æfa sig í að anda í gegnum nefið þegar það sefur. Til dæmis sé hægt að líma límband yfir hluta af munninum til að neyða sjálfan sig til að anda í gegnum nefið. Hann sagði þetta bæta svefninn til muna og ef andað sé í gegnum nefið þá bendi ýmislegt til að það dragi úr hrotum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu