fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

„Veiran sem um ræðir veldur ekki veikindum, eða svo litlum og hjá svo fáum að engu máli skiptir,“ segir Jón Steinar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. janúar 2022 07:00

Jón Steinar Gunnlaugsson. Mynd/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hafa menn áttað sig á hvers konar ástandi hefur verið komið á hér á landi um þessar mundir?“ segir í upphafi greinar sem Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum hæstaréttardómari, skrifar í Morgunblaðið í dag en fyrirsögn greinarinnar er: „Ofríki án tilefnis.“

Jón Steinar segir síðan að stjórnvöld séu að reyna að hefta útbreiðslu veiru með því að beita sóttkví eða einangrun og sé ekki einu sinni skilyrði að viðkomandi sé með veiruna í sér, nóg sé að hann hafi hitt einhvern sem er með hana í sér.

„Fyrir liggur að veiran sem um ræðir veldur ekki veikindum, eða svo litlum og hjá svo fáum að engu máli skiptir,“ segir Jón og bætir við að það sé síðan sóttvarnalæknir sem taki ákvarðanir um þetta og þori stjórnmálamennirnir ekki annað en að hlýða honum. Segir hann að það skipti engu máli að með þessum tilgangslausu ákvörðunum verði fjöldi fólks fyrir alvarlegu tjóni og nefnir þar drykkjuskap, heimilisofbeldi, sjálfsvíg og gjaldþrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum