fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann

Fókus
Föstudaginn 14. janúar 2022 20:31

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hörkuvinna að halda parasambandi eða hjónabandi gangandi og þó svo að það sé engin töfralausn til að tryggja að slík sambönd gangi upp þá eru þó til góð ráð sem gott er að hafa í huga til að tryggja friðinn.

Sálfræðineminn Tom deildi einu slíku ráði á TikTok sem hann segir að hafi gert gæfumuninn í hans sambandi.

„Sambandsráð: Fyrir nokkrum árum fórum ég og konan mín að venja okkur á að spyrja hvort annað „ertu að leita eftir stuðningi eða lausnum“ þegar annað okkar var að eiga slæman dag. Þessi eina setning getur komið í veg fyrir að við rífumst í 9 af hverjum 10 skiptum.“

Hann útskýrði svo í athugasemdum að með stuðningi meinar hann „að vera til staðar fyrir makann þinn, hlusta á hann tala um tilfinningar sínar eða vandamál á hluttekningarsaman máta í stað þess að reyna að finna lausnir á vandanum fyrir hann.“

Stundum sé það nefnilega svo að þú komir heim eftir erfiðan dag og þurfir bara aðeins að fá útrás fyrir tilfinningarnar, makinn fer þá kannski að koma með uppástungur um hvernig megi bæta úr tilteknum vanda eða stöðu í stað þess að hreinlega hlusta og sýna skilning.

Í öðrum tilvikum gæti makinn þó verið að takast á við eitthvað sem hann væri vel til í að fá aðstoð við að leysa.

Þess vegna sé gott að spyrja fyrir fram áður en til rifrildis kemur út af röngum viðbrögðum.

Rúmlega milljón manns eru búin að horfa á myndband Toms og fjölmargir hafa skrifað athugasemdir.

„Eiginmaður minn er svo stressaður núna. Mér finnst eins og ég hafi fundið þetta myndband fyrir ástæðu og ætla að hlaupa og spyrja hann núna.“ 

„ÞETTA! Ég er búin að vera að berjast við að reyna koma því til skila að ég vilji stuðning þegar ég er stressuð en makinn minn er alltaf að reyna að koma með lausnir – því hann vill hjálpa,“ segir önnur. 

„Þetta, nema bæta við þriðja möguleikanum – Stuðningur, lausnir eða rými.“ 

„Ég er að læra að verða meðferðaraðili og þegar kærastanum mínum líður ekki vel þá finnst mér mjög erfitt að gefa honum ekki ráð eða reyna að ræða við hann. Að nota þessa spurningu hefur hjálpað mikið.“ 

@mindful_tom #relationshipadvice ♬ New Home (Slowed) – Austin Farwell

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Í gær

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Aniston veitir sjaldséða innsýn í einkalíf sitt

Jennifer Aniston veitir sjaldséða innsýn í einkalíf sitt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti