fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Eyjan

Telja að mál fimmmenninganna geti skaðað Sjálfstæðisflokkinn – Flestir þeirra hafa tengsl við flokkinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 09:00

Arnar Grant, Hreggviður Jónsson, Þórður Már Jóhannesson, Logi Bergmann Eiðsson og Ari Edwald þurftu nýlega að víkja úr starfi vegna ásakana um kynferðisbrot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar eru ekki sammála um hvort mál fimmmenninganna, sem hafa verið í kastljósinu að undanförnu vegna ásakana um kynferðisbrot gegn Vítaliu Lazareva, muni skaða Sjálfstæðisflokkinn til lengri tíma en flestir fimmmenningana hafa haft einhverjar tengingar við flokkinn. Það er þó talið geta skaðað flokkinn til skamms tíma litið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ólafi Þ. Harðarsyni, stjórnmálafræðingi, að hann telji að hneykslismálið geti haft skaðleg áhrif á Sjálfstæðisflokkinn. Hann benti á að Klaustursmálið hafi haft mikil áhrif á fylgi Miðflokksins fyrst eftir að það kom upp en síðan hafi það braggast á ný en síðan hrunið í kosningunum á síðasta ári.  Hugsanlega hafi Klaustursmálið átt hlut að máli varðandi fylgistapið en aðrar skýringar séu einnig hugsanlegar. Hann segir að bæði málin eigi það sameiginlegt að niðrandi framkoma gagnvart konum hafi vakið mikla reiði almennings.

Hvort málið muni skaða Sjálfstæðisflokkinn sagði Ólafur að það sé hugsanlegt. „Augljóslega hjálpar þetta ekki flokknum. Spurningin er hvort málið hefur áhrif á einhverja stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks. Viðhorf þeirra eru ekki endilega þau sömu og viðhorf stuðningsmanna annarra flokka,“ sagði hann.

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, sagðist telja að afleiðingarnar verði frekar persónubundnar fyrir hlutaðeigandi en að málið skaði Sjálfstæðisflokkinn, ekki sé hægt að yfirfæra þetta mál yfir á heilan stjórnmálaflokk. Aftur á móti geti málið hugsanlega haft áhrif á valdastöðu miðaldra karla í stjórnunarstöðum.

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, sagðist ekki átta sig á hugsanlegum pólitískum áhrifum málsins. Það geti hugsanlega skaðað flokkinn til skamms tíma en óvíst sé um langtímaafleiðingar þar sem viðkomandi séu ekki í forystu flokksins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átökin í borginni – stóra prófið fyrir Guðrúnu Hafsteins

Orðið á götunni: Átökin í borginni – stóra prófið fyrir Guðrúnu Hafsteins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa Sjálfstæðismanna – hver er munurinn á Reykjavík og Kópavogi?

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa Sjálfstæðismanna – hver er munurinn á Reykjavík og Kópavogi?