fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Þríbólusettir í sóttkví þurfa ekki að loka sig inni lengur – „Við þurfum að halda samfélaginu gangandi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 7. janúar 2022 18:56

Willum Þór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur breytt reglum um sóttkví. Um er að ræða mikla rýmkun á reglunum hvað varðar einstaklinga sem eru þríbólusettir eða þá sem hafa fengið COVID og eru tvíbólusettir.

Í nýju reglunum felst að þeir sem falla undir áðurnefnda hópa mega mæta til vinnu eða í skóla. Þeir mega jafnframt sækja sér nauðsynlega þjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu, fara í matvöruverslanir og lyfjabúðir og nota almenningssamgöngur.

Þeim er þó óheimilt að fara á mannamót þar sem fleiri en 20 manns kona saman og er skylt að nota grímur í umgengni við alla nema þá sem teljast í nánum tengslum. Gildir þetta jafnvel þó hægt sé að halda tveggja metra regluna.

Þeim er óheimilt að heimsækja heilbrigðisstofnanir, þar með talið hjúkrunarheimili, nema með sérstöku leyfi og er skylt að forðast einstaklinga sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID.

Reglurnar hafa þegar tekið gildi. Sóttkví líkur eftir sem áður með neikvæðu PCR-prófi á fimmta degi sóttkvíar.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Willum að þessar breyttu reglur séu til að hægt sé að halda samfélaginu gangandi.

 „Við þurfum að halda samfélaginu gangandi eins og framast er kostur, hvort sem við horfum til skólanna, velferðarþjónustu eða margvíslegrar atvinnustarfsemi og eins og staðan er núna eru þetta bráðnauðsynleg viðbrögð“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki