fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Kurteisin vék í kappræðum fyrir kosningar – „Þegar líða tók á þátt­inn bar óþol­in­mæðin mig of­urliði“

Eyjan
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 10:07

Skjáskot/Stöð2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur nú beðist afsökunar á framkomu sinn í kappræðunum á Stöð 2 síðastliðið haust í aðdraganda Alþingiskosninga, en þar greip hann fram í fyrir öðrum frambjóðendum.

Afsökunarbeiðnina birti hann í Morgunblaðinu í dag en ekki er ljóst hvers vegna þingmaðurinn er að biðjast afsökunar núna, um þremur mánuðum eftir að kosningasjónvarpið fór í loftið.

„Það var í kosn­inga­sjón­varp­inu á Stöð tvö. Ég hafði aldrei verið í kosn­inga­sjón­varpi áður, bara horft á það og var nú í til­bú­inn til þess að út­skýra frá­bæra kosn­inga­stefnu Pírata í beinni út­send­ingu ásamt fram­bjóðend­um hinna flokk­anna. En hvað gerðist? Eitt­hvað allt annað en ég bjóst við.“

Björn segir að hann hafi endað með að vera ókurteis og því sjái hann eftir og þó að sökin sé alfarið hans sjálfs vilji hann útskýra málið nánar:

„Kannski hefði þetta ekki átt að koma mér á óvart. Kannski var þetta vegna þess að ég hef aldrei verið með Stöð tvö og ekki fylgst nægi­lega vel með fyr­ir­komu­lag­inu á þess­um umræðum þar áður. Hver svo sem or­sök­in var þá var af­leiðing­in sú að ég var ókurt­eis og ég sé eft­ir því. Það er ekki nein­um öðrum að kenna en mér, en mig lang­ar samt að út­skýra hvað gerðist og af hverju, því þetta er gegn­um­gang­andi vanda­mál í ís­lensk­um fjöl­miðlum, ger­ist allt of oft.“

Fyrir þáttinn hafi Heimir Már Pétursson, fréttamaður, tilkynnt frambjóðendum allra flokka að tímanum yrði skipt jafnt þeirra á milli.

„Mér fannst hins veg­ar koma í ljós þegar leið á þátt­inn að ætl­un­in var ekki að leyfa fólki að fá jafn mik­inn tíma. Þá greip ég fram í fyr­ir öðrum fram­bjóðend­um. Ég man ekki hverj­um en minn­ir að það hafi verið ein­hver af for­mönn­um stjórn­ar­flokk­anna.

Til­finn­ing­in fyr­ir þessu ójafn­vægi í tíma fannst mér vera vegna þess að þátta­stjórn­andi spurði for­menn stjórn­ar­flokk­anna fleiri spurn­inga. Það var ósagt, en greini­lega ætl­un­in, að aðrir ættu að grípa fram í. Og þegar líða tók á þátt­inn bar óþol­in­mæðin mig of­urliði. Ósann­girn­in í því að lof­orð um jafnt tæki­færi til þess að kom­ast að væri brotið var ein­fald­lega yf­ir­gnæf­andi.“

Björn segir að nú þegar hann horfi til baka hefði hann líklega átt að spyrja þáttastjórnanda beint hvort að ætlast væri til þess að hann gripi fram í. Björn hafi þó upplifað að umræðustjórn hafi verið betri í Fjölbrautaskólanum við Ármúla heldur en hjá Stöð 2, en Björn mætti í umræður á báða staði í aðdraganda kosninga.

Hann telur ennfremur að þingmenn meirihlutans fái almennt meira rými hjá fjölmiðlum en þeir í minnihluta. Dæmi um þetta sé fréttaannáll RÚV nú um áramót.

„Jafn­ræði skipt­ir miklu máli í stjórn­mál­um og það er sorg­legt að sjá þau sem eiga að gæta þess best mistak­ast og þetta er ekk­ert eins­dæmi, t.d. í frétta­ann­ál RÚV komu sjö stjórn­arþing­menn í lok þátt­ar til þess að segja hversu æðis­legt næsta ár yrði en eng­inn úr minni­hluta. Í sama frétta­ann­ál voru kosn­inga­aug­lýs­ing­ar flestra flokka sýnd­ar, ekki allra, og því verður að spyrja hvað ræður því að sum­ir eru skild­ir eft­ir út und­an? Jafnt aðgengi er nefni­lega ekki bara mik­il­vægt, það er horn­steinn lýðræðis­legs sam­fé­lags.

All­ir gera mis­tök, ég gerði mis­tök þarna og viður­kenni að ósann­girni er fljót að eyða þol­in­mæðinni hjá mér og biðst af­sök­un­ar á því. Næst eiga að vera sýni­leg­ar skeiðklukk­ur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum