fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Mikill stuðningur við ríkisstjórnina en fylgi VG minnkar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup styðja 62% þjóðarinnar núverandi ríkisstjórn. Fylgi VG dalar hins vegar um tvö prósentustig frá þingkosningunum í haust.

Könnunin var gerð í desember og er Sjálfstæðisflokkurinn efstur með 23,3% fylgi, sem er rúmu prósenti minna en fylgið sem flokkurinn fékk í kosningunum.

Fylgi Framsóknar stendur nánast í stað og eykst þó lítillega, úr 17,3% upp í 17,7%.

VG lækkar úr 12,6% niður í 10,6%.

Stjórnarandstöðuflokkunum gengur misjafnlega. Píratar bæta hressilega við sig frá kosningafylginu, fara úr 8,6% upp í 12,5%.

Samfylkingin bætir dálítið við sig, fer úr 9,9% upp í 10,6%.

Viðreisn er rétt fyrir ofan kosningafylgið, eða í 8,6%.

Flokkur fólksins, sem vann sigur í kosnignunum, er rétt fyrir neðan kjörfylgið, eða í 8,6%.

Sósíalistaflokkurinn fengi 4,5% og næði ekki fólki á þing.

Miðflokkurinn myndi falla af þingi miðað við þessar niðurstöður, er í 3,4% en fékk 5,5% í kosningunum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti