fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Ótrúlegur fjöldi íslenskra landsliðsmanna að verða samningslausir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. desember 2021 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill fjöldi íslenskra landsliðsmanna í knattspyrnu verður samningslaus næsta sumar og geta því á morgun farið að hefja samtöl við önnur félög.

Einhverjir af þessum leikmönnum munu vafalítið framlengja samninga sína við núverandi félag en ekkert er þó staðfest.

Kolbeinn Sigþórsson er án félags og algjör óvissa er um framhaldið.

Guðmundur Þórarinsson hefur nú þegar yfirgefið New York City og skoðar næstu skref. Albert Guðmundsson er orðaður við fjölda liða og er talið næsta víst að hann fari frá AZ Alkmaar.

Samningur Gylfa Þórs Sigurðssonar við Everton rennur út næsta sumar. Málefni hans utan vallar flækja málið en rannsókn lögreglu í Bretlandi er enn í gangi.

Aron Einar Gunnarsson er undir rannsókn lögreglu á Íslandi vegna kynferðisbrots en samningur hans við Al-Arabi í Katar rennur út næsta sumar.

Alfreð Finnbogason framherji Augsburg verður samningslaus en þessi öflugi framherji hefur misst mikið út vegna meiðsla síðustu ár. Sverrir Ingi Ingason er svo að verða samningslaus í Grikklandi.

Getty Images

Jón Daði Böðvarsson er að verða samningslaus hjá Milwall og Jón Dagur Þorsteinsson hjá AGF í Danmörku.

Þá er Andri Lucas Guðjohnsen framherji Real Madrid að verða samningslaus og gæti fengið spenandi skref á sínum ferli.

Samningslaus núna:
Guðmundur Þórarinsson
Davíð Kristján Ólafsson
Kolbeinn Sigþórsson

Samningslausir næsta  sumar:
Gylfi Þór Sigurðsson – Everton
Aron Einar Gunnarsson – Al Arabi
Albert Guðmundsson – AZ Alkmaar
Andri Lucas Guðjohnsen – Real Madrid
ALfreð Finnbogason – Augsburg
Sverrir Ingi Ingason – PAOK
Daníel Leó Grétarsson – Blackpool
Jón Daði Böðvarsson – Milwall
Jón Dagur Þorsteinsson – AGF

GettyImages

Samningslausir undir lok næsta árs:
Arnór Ingvi Traustason – New England Revolution (Desember)
Alfons Sampsted – Bodo/Glimt (Desember)
Ari Freyr Skúlason – IFK Norrköping (Desember)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áður óséð myndband frá látunum í Kópavogi: Staðsetning og ákvarðanir Gunnars orka tvímælis og hvað sagði Halldór við Adam?

Áður óséð myndband frá látunum í Kópavogi: Staðsetning og ákvarðanir Gunnars orka tvímælis og hvað sagði Halldór við Adam?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?