Í samtali við The Telegraph sagði hann að harðar sóttvarnaaðgerðir í Bretlandi geti hafað ýtt mörgum fram af brúninni í þeim skilningi að þeir hafi snúist til öfgahyggju og víli ekki fyrir sér að fremja hryðjuverk. Fólk hafi verið nánast læst inni heima hjá sér í langan tíma og hafi eytt miklum tíma við tölvurnar og geti þá hafa orðið fyrir áhrifum frá öfgasinnum.
Hann sagði að alvarleg ógn stafi frá öfgasinnuðum íslamistum og að aukin ógn stafi frá öfgahægrimönnum í Bretlandi. Þess utan sé þriðji hópurinn sem þurfi að hafa áhyggjur af. Í honum sé fólk sem segja megi að hafi óskýra, blandaða eða óörugga heimssýn og viðhorf. Það daðri við margvíslega hugmyndafræði á sama tíma.
Frá því að Hinds tók við ráðherraembættinu í ágúst hafa tvær hryðjuverkaárásir verið gerðar í Bretlandi. Í annarri þeirra var þingmaðurinn Sir David Amess myrtur. Hin var sprengjuárás við sjúkrahús í Liverpool, þá lést aðeins sprengjumaðurinn.
Breska lögreglan segist hafa komið í veg fyrir sjö hryðjuverkaárásir síðan heimsfaraldurinn brast á.