fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Ráðherra varar við aukinni hættu á hryðjuverkum vegna sóttvarnaaðgerða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. desember 2021 16:30

Damian Hinds. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Damian Hinds, ráðherra öryggismála í Bretlandi, segir að sóttvarnaaðgerðir og lokun á samfélagsstarfsemi geti hafa valdið aukinni hættu á hryðjuverkum í landinu. Hann segir rökrétt að ætla að fólk, sem neyddist til að halda sig heima, hafi snúist til öfgahyggjum.

Í samtali við The Telegraph sagði hann að harðar sóttvarnaaðgerðir í Bretlandi geti hafað ýtt mörgum fram af brúninni í þeim skilningi að þeir hafi snúist til öfgahyggju og víli ekki fyrir sér að fremja hryðjuverk. Fólk hafi verið nánast læst inni heima hjá sér í langan tíma og hafi eytt miklum tíma við tölvurnar og geti þá hafa orðið fyrir áhrifum frá öfgasinnum.

Hann sagði að alvarleg ógn stafi frá öfgasinnuðum íslamistum og að aukin ógn stafi frá öfgahægrimönnum í Bretlandi. Þess utan sé þriðji hópurinn sem þurfi að hafa áhyggjur af. Í honum sé fólk sem segja megi að hafi óskýra, blandaða eða óörugga heimssýn og viðhorf. Það daðri við margvíslega hugmyndafræði á sama tíma.

Frá því að Hinds tók við ráðherraembættinu í ágúst hafa tvær hryðjuverkaárásir verið gerðar í Bretlandi. Í annarri þeirra var þingmaðurinn Sir David Amess myrtur. Hin var sprengjuárás við sjúkrahús í Liverpool, þá lést aðeins sprengjumaðurinn.

Breska lögreglan segist hafa komið í veg fyrir sjö hryðjuverkaárásir síðan heimsfaraldurinn brast á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“