fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Simmi Vill reitti Íslendinga á Twitter til reiði með þessari færslu – „Ég vona að þú hugsir þinn gang“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 23. desember 2021 11:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, sem oftast er kallaður Simmi Vill, birti færslu á Twitter-síðu sinni í gær sem hefur vakið mikla athygli. Sigmar segir í færslunni að ekki sé lagaleg heimild til þess að skikka fólk í sóttkví eða einangrun og hægt sé að kæra niðurstöðuna.

„Ef þú er send/ur eða skipuð/aður í sóttkví eða einangrun, þá getur þú kært niðurstöðuna og þér verður sleppt út. Það er ekki lagaleg heimild fyrir þessum aðgerðum. Þetta vissi ég ekki fyrr en í dag og ákvað að deila því með ykkur. Ekkert að þakka,“ segir Sigmar í færslunni og bætir við að samtalið sem kom honum á þessar slóðir hafi kostað hann 24 þúsund krónur.

Það er óhætt að segja að þessi færsla hafi farið ofan í ansi marga Íslendinga á Twitter. Fjöldi fólks hneykslast á ráðlegginum Sigmars og telja hættu á auknum smitum ef fleiri færu að leika þennan leik. Þá hafa einhverjir sagst ekki ætla að versla við þau fyrirtæki sem Simmi er í forsvari fyrir.

Fjölni Gíslason, leikari og þáttagerðarmaður, er einn þeirra sem gagnrýna Simma fyrir færsluna. „Ég skil vel ef þú ert pirraður út í hertar aðgerðir útaf veitingarekstri. Þú mátt tweeta um það eins og þú vilt. En þetta er mjög óábyrgt, vanvirðing gagnvart öðru fólki, forréttindablinda og mjög hættulegur áróður sem þú ert að segja. Ég vona að þú hugsir þinn gang,“ segir Fjölnir.

Guðni Halldórsson, klippari sem er ansi vinsæll í íslenska Twitter-samfélaginu, er einnig á meðal þeirra sem skrifa athugasemd við færslu Simma. Guðni veltir því fyrir sér hvað gerist ef starfsmenn í fyrirtækjum Simma gætu nýta sér þetta ráð hans.

„Þannig að ef starfsmaður í Minigarðinum/Barion/Hlölla sem var í kringum smitaða manneskju, fær boð um sóttkví, nýtir þessa heimild sleppir sóttkví og mætir aftur i vinnuna. Kemur svo í ljós að manneskjan hafi smitast. Og endar svo á að smita kúnna og vinnufélaga, hvað þá?“ spyr Guðni.

Ragnar Eyþórsson, framleiðandi hjá RÚV, er einn þeirra sem segist ætla að sniðganga fyrirtæki Simma í kjölfar færslunnar. „Við munum skila gjafabréfum í Minigarðinn og hættum við skötuna í hádeginu á Barion þannig þetta samtal er farið að kosta meira en bara 24K,“ segir hann og fleiri taka í svipaða strengi.

„Jæja vinur, 22 til 30 manna fyrirtækið búið að vera versla mömmumat af þér í hádeginu núna í meira en ár, því verður hætt á stundinni þökk sé þessari heimsku þinni, vonandi að þú og þitt heimska viðhorf eða náskyldir þér fari ekki illa úr Covid,“ segir til dæmis í annarri athugasemd.

„Við getum ekki endalaust tekið þátt í þessu leikriti“

Það eru þó ekki allir í athugasemdunum sem eru ósáttir við Simma, nokkrir koma honum til varnar. „Þetta er væg flensa. Fleiri hafa svipt sig lífi en þeir sem hafa dáið úr covid. Gjörsamlega galið að ætlast til þess að einkennalaust fólk eigi alltaf að sitja heima í stofufangelsi um leið og það kemur upp smit. Smitin skipta litlu máli, það munu allir smitast fyrr eða síðar,“ segir til dæmis Aníta nokkur.

„Þessi rök standast bara ekki lengur. Fólk í áhættuhópi er löngu búið að smitast af covid, og samt eru örfáir inná spítala. Þetta er ekki spurning um hvort þú smitist heldur hvenær. Eina í stöðunni er að ná upp hjarðónæmi. Við getum ekki endalaust tekið þátt í þessu leikriti,“ segir svo önnur kona sem kemur Simma til varnar í athugasemdunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“