fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Sættir náðst milli Margrétar og H&M – Segir Securitas hafa farið yfir valdsvið sitt – „Securitas verður kært“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 20. desember 2021 16:15

Margrét hyggst kæra Securitas vegna uppákomunnar. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá fyrr í dag sagði Margrét Friðriksdóttir farir sínar ekki sléttar eftir heimsókn í H&M í Kringlunni. Lýsti Margrét því er henni var kastað þaðan út af her öryggisvarða á vegum Securitas vegna þess að hún var ekki með grímu á sér.

„Þeir fara og tala við kassa­dömurnar að skipta sér af þeirra verslun, þær voru ekkert að setja neitt út á þetta, vegna þess að ég hef alveg oft farið þarna inn áður ekki með grímu,“ var haft eftir Margréti sem segir hana og 15 ára dóttur hennar hafa orðið skelkaðar þegar öryggisverðirnir umluktu þær í versluninni.

Margrét benti öryggisvörðunum á það að grímuskyldan eigi aðeins við á þeim stöðum þar sem ekki sé hægt að tryggja að einn metri sé á milli einstaklinga. Að sögn Margrétar var hún stödd í Kringlunni seint að kvöldi til og að fátt hafi verið um fólk á þeim tíma.

Nú síðdegis hafði Margrét samband við DV og sagði að sættir hefði náðst milli hennar og H&M. Sagði hún að H&M hefði beðist afsökunar á uppákomunni og að fyrirtækið hefði svarið framgang öryggisvarðanna af sér, enda starfsmenn Kringlunnar en ekki H&M. Í samtalinu við DV segir Margrét að hún hefði þegið afsökunarbeiðni H&M, en að hún geti ekki sætt sig við hegðun Securitas varðanna.

„Þetta verður kært,“ segir Margrét, „enda voru þeir þarna að áreita fólk og börn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“