fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Reyndi að komast út úr verslun með mikið magn af ógreiddum vörum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. desember 2021 08:01

Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíræfnir búðarþjófar voru staðnir að verki á tveimur stöðum í borginni í sama tíma í gær, kl. 17:30. Í hverfi 112 voru afskipti höfð af manni sem búinn var að setja vörur fyrir rúmlega 33.000 krónur í bakboka. Maðurinn sá að starfsmenn fylgdust með honum og náði að taka vörurnar aftur úr pokanum áður en lögregla kom á vettvang.

Á sama tíma var tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 110. Reyndi maður að komast út úr versluninni með fulla matarkörfu. Afskipti voru höfð af manninum fyrir utan verslunina og sagði vegfarandi honum að láta körfuna frá sér. Mun maðurinn þá hafa kastað körfunni frá sér og hlaupið but.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Samtals voru 116 mál skráð hjá lögreglu frá kl. 17 í gær til 5 í morgun, þar af voru rúmlega 20 tilkynningar um tónlistar- og partýhávaða. Sex voru vistaðir í fangageymslu lögreglu.

Rétt um miðnætti í gærkvöld var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í miðbænum. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn á vettvangi grunaður um tilraun til innbrots. Hafði hann brotið rúðu og stormjárn á glugga. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Umferðardeild lögreglunnar ásamt lögreglu úr Hafnarfirði og Kópavogi var með eftirlitspóst í Kópavogi í gærkvöld. Voru 352 bílar stöðvaðir og athugað með ástand ökumanna. Voru þrír ökumenn handteknir, grunaðir um ölvun við akstur. Voru þeir látnir lausir að lokinni sýnatöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“