fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Gunnar Smári rasandi út af plastpoka-óréttlætinu á Íslandi – „Bónus hefur gengið lengra“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. desember 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, furðar sig á því hvers vegna sumir mega nota plast en aðrir ekki. Honum sé meinað að setja matvörur sínar í plastpoka á meðan birgjar fá að plasta öllu sínu í plast.

„Nú geri ég mér alveg grein fyrir að óhófleg plastnotkun sé slæm og að það er löngu tímabært að draga úr henni. Ég skil samt ekki hvers vegna það er búið að taka plastpoka af okkur viðskiptavinunum í matvörubúðunum á meðan birgjarnir fá að pakka öllu sínu í plast.“

Þetta geri það að verkum að neytendur þurfi að kaupa vörur í plasti til að setja í fjölnota poka sína eða í maís- eða bréfpoka sem þeir geta keypt í verslunum.

„Við förum því heim með gríðarmagn af plast í maís- eða bréfpoka. Og förum svo með plastið út í tunnu í þessum pokum, svo við þurfum að sturta út þeim í plasttunnuna í stað þess að henda pokanum með eins og áður var.“

Nú hafi Bónus flækt málin enn frekar og geyma nú maís-pokana inni í verslunum sínum svo aðgengið að þeim er verra.

„Bónus hefur gengið lengra, en hætt að hafa maís-pokana við kassana heldur geymir þá inn í búðinni svo við þurfum að sækja þá þangað til að geta sett allt plastið frá birgjunum ofan í þá.“

Gunnar Smári segist ekki skilja þetta. Neytendur séu einir látnir taka slaginn fyrir umhverfið á meðan fyrirtæki fá að nota plast eins og þeim sýnist.

„Það er vonlaust að skilja þetta nema sem einskonar trúarathöfn. Og hún er ill. Hún boðar að við séum syndugar verur sem verðum að taka ábyrgð á eyðileggingu jarðarinnar á meðan að þau sem eru sannarlega að eyðileggja jörðina, fyrirtækin sem nota óhóflegt plast, eru stikkfrí, fá að fylla búðirnar og maís-pokana okkar af plasti.“

Gunnar Smári veltir því fyrir sér hvers vegna náttúruverndarsamtök séu ekki búin að benda á þetta. Það eigi ekki að láta almenning einan bera ábyrgð á umhverfinu á meðan auðvaldið fær að halda umhverfisspjöllum áfram óáreitt.

„Ég skil ekki hvers vegna ýmiss náttúruverndarsamtök taka þátt í þessu og mótmæla þessu ekki. Umfjöllun um umhverfismál sem færir sök yfir á almenning, frá fyrirtækja- og fjármagnseigendum, öðru nafni auðvaldinu, er í raun að styðja auðvaldið og alræðisvald þess. Og þar með eyðingu umhverfis. Þannig er nú það.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Í gær

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Í gær

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“
Fréttir
Í gær

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa