fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Innbrotsþjófar gripnir glóðvolgir í sumarbústað við Akureyri

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 21:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír menn voru í vikunni dæmdir í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands Eystra fyrir þjófnað.

Þann 22. febrúar á þessu ári brutust þremenningarnir inn í sumarbústað við Akureyri, og höfðu með sér á brott fjölbreytt þýfi. Þeir stálu rauðvínsflösku, hvítvínsflösku, kippu af Einstök-bjór, ausu, brýni, nokkrum appelsínum, og fótum undan Bang & Olufsen-hátalara.

Þeir reyndu þó að stela meiru, líkt og sjálfum Bang & Olufsen-hátalaranum, sem er metinn á 300.000 krónur. Auk þess gerðu þeir tilraun til að rupla ryksugu og ullarteppi.

Ástæðan fyrir því að þjófunum tókst ekki að nema alla hlutina á brott var sá að þeir voru gripnir glóðvolgir. forsvarsmaður eiganda bústaðarins kom að þeim í verknaðinum og því flúðu þeir á brott.

Tveir mannanna mættu ekki í dómsal, en sá þriðji gerði það og játaði sök. Þeir voru allir með sakaferill að baki, til að mynda fyrir umferðarlagabrot og þjófnað. Líkt og áður segir hlutu þeir þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir atferli sitt.

Hægt er að lesa dóm Héraðsdóms Norðurlands Eystra hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“