fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Hæstiréttur tekur fyrir mútumál tengt Isavia

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 14. desember 2021 17:48

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku féllst Hæsti­réttur á beiðni á­kæru­valdsins varðandi á­frýjun á dómi Landsréttar. Um er að ræða mútu- og umboðssvikamál gegn Guð­berg Þór­halls­syni og Rúnari Má Sigur­vins­syni, fyrr­verandi þjónustu­stjóra hjá Isavia.

Í október hlutu tvímenningarnir dóm í Landsrétti. En árin 2015 og 2016 á Rúnar á að hafa þegið um þrjár og hálfa millj­ón­ir króna í mút­ur til þess að sjá til þess að miðar í bílastæðahlið á veg­um Isavia yrðu keypt­ir af tæknifyr­ir­tæki Guðbergs, Boðtækni, og það á hærra verði en eðlilegt gæti talist.

Beiðnin um áfrýjun á sér stað vegna þess að Leyfisbeiðandi ákæruvaldsins taldi það hafi verulega þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um túlkun á ákveðinni grein almennra hegningarlaga um mútugreiðslur í einkarekstri.

Hægt er að lesa úrskurð Hæstaréttar hér, og dóm Landsréttar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska