fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Súrefni bjargar heiminum tré fyrir tré

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 9. desember 2021 08:30

Egill Örn Magnússon er markaðsstjóri Súrefnis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfismálin fara varla framhjá neinum þessa dagana enda eitt stærsta verkefni sem samfélagið í heild sinni tekst á við í dag. Því er ánægjulegt að kynna Súrefni, sem er nýr kolefnisjöfnunaraðili á íslenskum markaði.

Í Símonarskógi verður fyrsti „Súrefnisskógurinn“ og verður þar ræktuð alaskaösp á að minnsta kosti 20 hekturum lands og sennilega nokkru meira. „Markmið okkar er og hefur alltaf verið, að efla gróðurlendi jarðarinnar, græða landið og binda í leiðinni kolefni,“ segir Egill Örn Magnússon, markaðsstjóri Súrefnis.

Á vef Skógræktarinnar kemur fram að aukið magn CO2 í andrúmsloftinu sé mikið áhyggjuefni enda veldur það hlýnun í neðri lögum andrúmsloftsins. Afleiðingar eru bráðnun jökla, hækkandi sjávarborð og öfgakenndari breytileiki í veðri – þurrkar verða þurrari, stórrigningar verða stærri, stormar verða sterkari, hitabylgjur verða heitari og jafnvel kuldaköst kaldari. Til að stemma stigu við verstu afleiðingum aukningar CO2 í andrúmsloftinu er nauðsynlegt að gera tvennt: annars vegar að draga úr losun og hins vegar að efla leiðir til að snúa einstefnunni við, þ.e. að draga CO2 niður úr andrúmsloftinu.

„Hugmyndafræði okkar og stefna snýst um að nýta þann aflgjafa sem öflug kolefnisbinding með skógrækt er og gera viðskiptavinum okkar kleift að nýta hana til ábyrgrar kolefnisjöfnunar. Við bjóðum upp á kolefnisjöfnunarleiðir sem henta stofnunum og fyrirtækjum jafnt sem einstaklingum.“

Tré fyrir tré

Súrefni hóf formlega starfsemi sína í júní á þessu ári í framkvæmdastjórn Aríels

Jóhanns Árnasonar. „Hugmyndafræði fyrirtækisins er sú að til þess að bjarga heiminum þurfi að vinna skref fyrir skref eða stein fyrir stein líkt og píramídarnir voru reistir. Í tilfelli Súrefnis er þetta „tré fyrir tré“ til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. Símonarskógur er nýjasti þjóðskógur landsins, skógur sem Símon Oddgeirsson í Dalsseli undir Eyjafjöllum færði Skógræktinni að gjöf árið 2018. Símon lést í hárri elli á síðasta ári en Símonarskógur er við þjóðveg 1 rétt vestan Markarfljóts. Samstarf Skógræktarinnar við Súrefni hjálpar til við að ljúka verki Símonar með myndarlegum hætti,“ segir Egill.

„Þegar fullgróðursett verður í Símonarskógi munum við halda áfram að gróðursetja á svæði neðan vegar á Tumastöðum í Fljótshlíð. Þar eru í það minnsta 30 hektarar hentugir fyrir alaskaösp. Öspin er valin vegna þess að hún gefur mestu og hröðustu bindingu á kolefni. Á báðum þessum stöðum er gott aðgengi og auðvelt að benda viðskiptavinum Súrefnis á skóginn þar sem kolefnið er bundið fyrir þá. Súrefnisskógarnir munu þó koma til með að vera jöfn blanda af Sitkagreni og Alaskaösp.“

Kolefnishlutleysi fyrir 2040

„Mikil gróska er í þessum iðnaði og fyrirtæki vilja í auknum mæli hefja ferli kolefnisjöfnunar á kolefnisspori sinnar starfsemi. Grænt bókhald fyrirtækja verður æ mikilvægara og hefur ríkisstjórn Íslands lýst yfir að Ísland verði kolefnishlutlaust land fyrir árið 2040. Það er ljóst að margt þarf að gerast til að það loforð standi og Súrefni kolefnisjöfnun getur hjálpað lögaðilum að taka réttu skrefin.

Við viljum horfa raunhæft á heiminn og þá óhjákvæmilegu kolefnislosun sem áfram verður til staðar, í það minnsta um sinn, og bjóða upp á raunhæfa og gagnlega lausn fyrir alla, litla aðila sem stóra, einstaklinga og fyrirtæki, að gera sitt og taka þátt í loftslagsbaráttunni strax. Við viljum tryggja viðskiptavinum okkar kolefnisbindingu með bestu fáanlegu aðferðum og þar kemur Súrefnisskógurinn sterkur inn,“ segir Egill.

Best að byrja strax

Hversu fljótt geta viðskiptavinir nýtt sér kolefniseiningar frá Súrefni í grænt bókhald?

„Í kolefnisjöfnun eru engar skyndilausnir til. Grænar lausnir sem bera raunverulegan árangur eru langhlaup og það verkefni að kolefnisjafna eigin losun er framtíðarfjárfesting.

Öll gróðursetning og kolefnisbinding sem Súrefni selur verður að trjám sem gróðursett verða og verða komin ofan í jörðina og byrjuð að hreinsa loftið á innan við tveimur árum frá kaupum. Eftir fimm ár frá gróðursetningu geta þessi tré farið að gefa af sér það sem kallast „kolefniseiningar í bið“, en það er einskonar vottað loforð að einingum. Eftir tíu ár frá gróðursetningu er þessi skógur byrjaður að gefa af sér kolefniseiningar sem hægt er að nýta í grænu bókhaldi til ábyrgrar kolefnisjöfnunar.

Eftir 10 ár frá gróðursetningu er umtalsverð kolefnisbinding komin í gang í nýjum skógi. Eftir 20 ár er hún orðin veruleg og nær hámarki í kringum 30 ára aldur skógarins. Það stærsta sem tefur fyrir bindingu í skóginum er að bíða með ræktunina. Ég hvet því alla til að byrja strax í gær,“ segir Egill.

Spennandi samningar

Súrefni hefur þegar gert spennandi samninga við ýmsar gerðir af rekstri og þar er samningur við Hringrás og HP Gáma, sem gerður var í nóvember síðastliðinn, einna stærstur. „Fyrirtækið er mjög meðvitað um mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin kolefnisspori og þess að leggja sitt að mörkum til að koma í veg fyrir frekari kolefnislosun og hamfarahlýnun. Fyrirtækið hefur í yfir 20 ár þjónustað viðskiptavini sína við flokkun á úrgangi og endurvinnslu og vilja að eigin sögn gera enn meira,“ segir Egill.

100.000 tré í þágu umhverfisins

„Hringrás og HP Gámar skrifuðu undir 5 ára samning við okkur og munum við koma til með að kolefnisbinda alla starfsemi bifreiða- og vélarflota fyrirtækisins. Fyrir véla- og bifreiðalosun starfseminnar árið 2020 verða gróðursett um 15.000 tré á skika Hringrásar í Súrefnisskóginum á Suðurlandi og mun bæta land- og loftgæði ásamt því skapa störf á svæðinu við framkvæmdir og umhirðu svæðisins. Ennfremur mun svæðið nýtast sem útivistarsvæði til framtíðar ásamt því að græða landið og losar um leið umhverfið við lúpínugróður sem er þar á svæðinu núna.

Um 2000 tonn CO2 ígilda verða bundin við vöxt þessara 15.000 trjáa en á næstu fimm árum munu ríflega 100.000 tré vera gróðursett í nafni fyrirtækisins sem munu binda ríflega 16.000 tonn CO2 ígilda.

Vertu með í dag

Súrefni styðst við vottunarferli kolefnisbindingar með skógrækt samkvæmt gæðakerfi Skógræktarinnar, Skógarkolefni og vinnur í nánu samstarfi við Skógræktina. „Reglulegar vísindalegar mælingar á skógrækt hérlendis undanfarna áratugi gerir okkur kleift að spá með áreiðanlegum hætti fyrir um væntanlega kolefnisbindingu í nýskógrækt á Íslandi. Þegar skógurinn vex upp verða Súrefnisskógarnir mældir með sama hætti og út frá þeim mælingum verða hinar vottuðu kolefniseiningar til. Farið er eftir reglum eða gæðakerfi Skógarkolefnis. Stefnt verður síðan á að allir þættir ferlisins verði teknir út og vottaðir af alþjóðlegum vottunaraðila til að tryggja gæðin.

Samkvæmt samningi Skógræktarinnar og Súrefnis skal skógurinn standa í að minnsta kosti 50 ár en í öllum áætlunum Skógræktarinnar er gert ráð fyrir að skógur verði til frambúðar þar sem hann er á annað borð ræktaður, hvort sem það er skógur sömu tegundar eða hvort aðrar tegundir taka við þegar skógur er endurnýjaður. Verkefni Súrefnis verða skráð í nýstofnaða Loftslagsskrá Íslands (ICR) og stefnt er að því að úr þeim verði til vottaðar kolefniseiningar,“ segir Egill að lokum.

Á vef Súrefnis, surefni.is, er hægt að kaupa gróðursetningu stakra trjáa sem síðan verða gróðursett gegnum samning við Skógræktina, ásamt gjafabréfum til kolefnisbindingar og gróðursetningar. Fyrir jólin eru að auki jólapakkar sem fylgja gjafabréfum sem henta sem frábærir jólapakkar fyrir alla þá sem er annt um umhverfið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum