fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

„Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur virðist ekki ætla að lyfta litla fingri til að leiðrétta þennan ójöfnuð“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 3. desember 2021 19:00

Jóhann Páll Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, flutti jómfrúaarræðu sína á Alþingi í gær. Í ræðunni fjallaði hann meðal annars um ójöfnuð hér á Íslandi.

„Förum yfir nokkrar staðreyndir,“ sagði Jóhann og fór svo yfir nokkrar staðreyndir. „30 prósent af nýjum auði sem varð til í fyrra runnu til ríkasta 1 prósentsins á Íslandi, alls 37,3 milljarðar króna. Þetta ríkasta 1 prósent Íslendinga á 902 milljarða í eigin fé – 902 milljarða. Þar af eiga 240 heimili – ríkasta 0,1 prósentið á Íslandi – 293 milljarða, 293 þúsund milljónir.“

Jóhann segir að raunar séu þessar eignir miklu meiri að umfangi. „Af því ég er að vísa hérna í skattframtalsgögn ríkisskattstjóra þar sem hlutabréf eru talin á nafnvirði og fasteignir á fasteignamatsverði en þetta gefur okkur þó einhverja mynd af stöðu þeirra allra fjársterkustu sem sumir hverjir eiga svo milljarða til viðbótar á aflandseyjum eins og við þekkjum,“ segir hann.

Þá segir Jóhann að ekki sé hægt að tala um eignastéttina án þess að ræða um fiskinn í sjónum. „Margt af þessu fólki auðgast á fénýtingu auðlinda sem við eigum öll saman og sem við hér á Alþingi ráðum hvernig ráðstafað. Í fyrra náðu arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja sögulegu hámarki. Eigendur útgerðarfyrirtækja fengu meira en 21 milljarð í arð,“ segir hann og nefnir svo dæmi um hvernig þessir milljarðar skiptust.

„888 milljónir runnu til eins manns, stærsta eiganda Brims. 715 milljónir til stærsta eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Þannig er heimilisbókhaldið þar á bæ.“

Eftir að hafa rætt um ríkasta fólkið ræddi Jóhann um það fátækasta. „Hinum megin á kúrfunni er svo fólkið sem á ekki neitt, fólkið sem lifir á sultarlaunum, þær þúsundir manna sem búa í óleyfishúsnæði vegna fátæktar og ófremdarástands á húsnæðismarkaði, óvinnufært fólk, öryrkjarnir sem þurfa að draga fram lífið langt undir 300 þúsund krónum á mánuði.“

Jóhann segir þetta fólk hafa setið eftir ár eftir ár á meðan þau ríkustu sanka að sér þúsundum milljóna. Hann hefur ekki miklar væntingar til ríkisstjórnarinnar til að bæta ástandið. „Þetta eru tvö samfélög á Íslandi, tveir heimar og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur virðist ekki ætla að lyfta litla fingri til að leiðrétta þennan ójöfnuð.“

Hægt er að horfa á jómfrúarræðu Jóhanns í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“