fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

MS svarar fyrir meinta gjafakörfuokrið – Þurfa að ráða inn starfsmenn og völdu umhverfisvæna öskju

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 3. desember 2021 09:52

Verð á ostakössum Mjólkursamsölunnar ollu titringi í vikunni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjólkursamsalan hefur brugðist við fréttum í vikunni um meint okur fyrirtækisins á ostagjafakössum með því að senda frá sér yfirlýsingu. Í yfirlýsingunni kemur fram pökkun og sala á slíkum gjafakössum sé aukin þjónusta við neytendur og fyrirtæki og sú þjónusta kosti sitt. Þá hafi fyrirtækið ákveðið að fá íslenskt fyrirtæki til að hanna og framleiða gjafaöskurnar í stað þess að kaupa mun ódýrari framleiðslu að utan.

Sjá einnig: Ólga meðal Íslendinga vegna meints okurs á ostakössum

Ólga á Matartips

Í vikunni birti Þórólfur Marel Jónasson færslu í Facebook-hópnum vinsæla Matartips sem vakti gífurlega athygli. Þar benti hinn árvökuli neytandi á að vörurnar í gjafakassa MS kostuðu samtals 5.485 krónur væru þær keyptar stakar en að verðið á gjafakassanum væri 9.449 krónur í verslun Nettó. „Ert að borga 4.014kr fyrir kassann,“ sagði Þórólfur Marel ósáttur.

Við þessari umræðu og fréttaflutningi brást MS í morgun með yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Í henni fagnar fyrirtækið því að neytendur séu upplýstir og fylgist vel með vöruverði.

„Í því verðdæmi sem nefnt hefur verið á samfélagsmiðlum skal það tekið fram að umræddur ostakassi nr. 5 er seldur til verslana á 6.400 kr. án vsk. og þar af fara um 2.000 kr. í kostnað við þessa aukaþjónustu sem fyrirtækið veitir, þ.e. laun og launatengd gjöld vegna tímabundinna ráðninga, umbúðir og aðra umsýslu. Mjólkursamsalan ræður ekki verðlagningu verslana til viðskiptavina sinna og hefur því ekki stjórn á endanlegu söluverði.“

Aukin kostnaður

Þá kemur fram að MS hafi um árabil boðið upp á slíkar gjafakörfur sem að njóti mikilla vinsælda. Til að anna þeirri viðbót við þjónustu fyrirtækisins hafi þurft að ráða inn tímabundið starfsfólk.

„Fyrirtækið hefur boðið framhaldsskólanemum aukavinnu samhliða námi við þetta verkefni og er þessu góða og duglega starfsfólki að sjálfsögðu og eðlilega greitt fyrir vinnu sína, sem fer gjarnan fram um helgar og á kvöldin er nær dregur jólum. Þjónusta sem þessi felur í sér aukinn kostnað í formi undirbúnings, utanumhalds, pökkunar, innkaupa á meðlæti, gjafaumbúðum og fleiri liðum sem þarf að gera ráð fyrir í kostnaðarverði. Viðskiptavinir geta með þessum valkosti keypt tilbúna jólagjöf sem sparar þeim tíma og fyrirhöfn.“

Fyrirtækið hafi síðan valið umhverfisvænan valkost varðandi sjálfar umbúðirnar sem kosti sitt.

„Leitað var til íslensks framleiðanda um hönnun og framleiðslu á pappakörfum og -kössum, sem vel hefði mátt kaupa á lægra verði frá erlendum framleiðanda og erum við stolt af því að geta boðið upp á umhverfisvænni og endurvinnanlegar gjafaumbúðir sem framleiddar eru á Íslandi. Innfluttar bastkörfur eru enn nýttar á móti pappakörfunum en stefnt er að því að fækka þeim og jafnvel hætta að nota þær er birgðir klárast. Með þessu leitast fyrirtækið við að styrkja innlenda framleiðslu og draga úr kolefnisspori við flutning og dreifingu til viðskiptavina.“

Yfirlýsing MS á Facebook-síðu fyrirtækisins:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd