fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Kom að bílnum í rúst í Skeifunni – Gerandinn á bak og burt en skildi eftir miða með ólæsilegu símanúmeri

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Ósk Traustadóttir skrapp í gærmorgun á Ísey skyrbarinn í Skeifunni með systur sinni. Þær systur voru þar inni í um korter en þegar þær sneru aftur út beið þeirra ófögur sjón. Bíll Önnu hafði verið klesstur og orðið fyrir svo miklu tjóni að draga þurfti hann af vettvangi.

Gerandinn var þó á bak og burt og á rúðu bílsins mátti finna miða.  „Afsakið, ég verð að hlaupa – hringdu í mig,“ stóð þar á ensku ásamt símanúmeri sem var þó ekki vel læsilegt.

Systir Önnu, Ágústa, deildi mynd af bílnum á Facebook og óskaði eftir að möguleg vitni af árekstrinum gæfu sig fram. Færslan hefur fengið mikla athygli og verið deilt hátt í þúsund sinnum.

Verulega brugðið

Í samtali við DV segir Anna að henni hafi verið verulega brugðið þegar hún kom að bíl sínum.

„Við hoppuðum inn á Ísey skyrbar að fá okkur morgunmat, ég og systir mín, og þegar ég kem út þá sé ég bílinn minn á ská í stæðinu. Það fyrsta sem ég hugsaði er : Bíddu lagði ég svona? En ég var nokkuð viss um að ég hafi lagt honum rétt.“ 

Anna hugsaði þá að kannski hefði bíllinn runnið til á meðan hún brá sér frá en þegar hún kom nær sá hún að bíllinn hafði greinilega kastast til eftir að ekið var á hann.

„Ég kalla á systur mína og býst svo við að einhver á svæðinu komi til mín og nálgist mig, en það er enginn sem segir neitt við mig svo það var enginn á staðnum sem hefur séð hvað gerðist.“ 

Ólæsilegt símanúmer

Á bílrúðunni var svo áðurnefndur miði þar sem skilið var eftir símanúmer en ekkert nafn. Anna óttast að miðinn hafi verið skrifaður til málamynda svo að vitni færu ekki að hafa afskipti af ökumanninum sem klessti á bíl hennar.

„Þetta er svolítið gróft að ganga frá þessu og svo skilja eftir gervimiða til að í raun róa einhvern sem hefur séð þetta. Það er það sem ég giska á.

Reyndar er miðinn skrifaður með óstyrkri hendi. Greinilega einhver í sjokki líka. Það er einn tölustafur sem er ekki nógu skýr og við höfum prófað nokkrar útgáfur af honum. En það hefur allavega enginn hringt til baka úr þessu eina númeri sem svaraði ekki. Önnur númer sem við reyndum voru bara ekki til.“

Líklega jeppi af gerðinni Ford

Þær systur hafa nú fengið upplýsingar úr eftirlitsmyndavélum sem eru þarna á svæðinu og vita því að um er að ræða ljósan jeppa eða jeppling líklega af gerðinni Ford Explorer. Bílnúmerið sést ekki á mynd en líklegt má telja að umræddur bíll sé nokkuð tjónaður að framan. Af myndavélunum sést að áreksturinn hafi átt sér stað um 08:20 í gærmorgun og sést hvar ökumaðurinn á jeppanum kemur frá Grensásvegi á nokkrum hraða og ekur beint á bíl Önnu án þess að hægja á sér.

Anna segir að þetta hafi verið vond byrjun á vikunni. Hún hafi verið í miklu sjokki og gat ekki sinnt fyrsta kúnna sínum í vinnunni þann daginn, en hún er hársnyrtir. Eins séu jólin skammt undan og því sérstaklega vont að sitja uppi með viðgerðarkostnaðinn, hafandi ekkert unnið sér til saka.

Illt í magann við tilhugsunina

Bíllinn var dreginn af vettvangi, enda ekki hægt að opna hurðar þar sem tjónið er. Anna kveðst þó fegin því að hún ákvað að fara inn á Ísey með systur sinni og að börnin hennar hafi ekki verið í bílnum, en sonur hennar situr vanalega þar sem tjónið var mest.

„Þetta hefði geta verið svo slæmt. Maður fær bara illt í magann að hugsa út í það. En sem betur fer slasaðist enginn – ég reyndar veit ekki með ökumanninn á hinum bílnum en okkar megin slasaðist enginn.“

Anna telur líklegt að fólk hafi orðið vitni af árekstrinum en þar sem hinn ökumaðurinn sást skilja eftir miða, og margir á leið til vinnu þennan morguninn hafi fólk líklega ekki stoppað við. Hún óskar þess þó að þeir sem geta haft upplýsingar um málið hafi samband við lögreglu en eins geta viðkomandi haft samband við hana.

„Meira að segja minnstu upplýsingar gætu hjálpað.“

Eins vonar hún að ökumaður hinnar bifreiðarinnar hafi hreinlega verið í sjokki og gefi sig fram.

Þeir sem telja sig búa yfir upplýsingum um málið er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Áreksturinn átti sér stað við Ísey Skyrbar í Skeifunni um klukkan 08:20 í gær. 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Í gær

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“