fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Leyndardómurinn um „vasann“ í nærbuxum kvenna leystur

Fókus
Mánudaginn 29. nóvember 2021 23:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega hafa ófáir velt því fyrir sér í gengum tíðina hvaða tilgangi „vasinn“, sem má finna í flestum kvenmanns nærbuxum, þjónar. En nú þarf ekki að velta því fyrir sér lengur.

Sumir hafa haldið því fram að um sé að ræða einhvers konar úrræði til að festa tíðarvörur, eða jafnvel að þarna sé fínn staður til að geyma seðla – jafnvel súkkulaði.

En það er ekki svo. Klofbót í nærbuxum er gjarnan úr efni á borð við bómull sem andar betur heldur en önnur efni sem nærbuxur eru gjarnan saumuð úr. Klofbótin er oft höfð úr öðru efni til að tryggja loftflæði um kynfærin og til að halda þeim hreinum.

Gerviefni sem nærbuxur eru oft úr veita ekki vörn gegn núningi, svita og bakteríum svo það þjónar góðum og gegnum tilgangi að hafa þessa klofbót, kynfærum til varnar.

Og ef fólk hefur velt fyrir sér hvers vegna þessi klofbót á það til að upplitast, verða jafnvel brún eða bleiklituð með tíð og tíma þá er það ekki sökum óhreinlætis eða nokkuð sem efninu er um að kenna heldur skýrist það af því að píkur gefa frá sér útferð sem oftast er fullkomlega eðlileg og heilbrigð en hins vegar náttúrlega súr sem veldur því að hún upplitar efnið svipað og bleikiefni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
Fókus
Í gær

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði