fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Klappir hljóta sjálfbærni verðlaun Framkvæmdastjórnar Evrópu fyrir Grænskjái

Eyjan
Mánudaginn 29. nóvember 2021 10:30

Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, Andrea Anna Guðjónsdóttir, fræðslustjóri Landverndar, Þorsteinn Svanur Jónsson framkvæmdastjóri vöruþróunar og Skúli Helgason, formaður skóla og frístundaráðs Reykjavíkur. Mynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkefnið Grænskjáir (Green Penguin) vann á dögunum til verðlauna í flokki sjálfbærni hjá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Alls sóttu 450 verkefni frá 28 ESB ríkjum um verðlaunin. Samstarfsaðili Klappa í verkefninu, Slóvenski mælaframleiðandinn Iskraemeco sótti um og tók við verðlaununum. Aðrir samstarfsaðilar að verkefninu eru Landvernd, Reykjavíkurborg, Sorpa og Origo.

Grænskjáir eru í grunninn hugmynd unnin út frá því að nýta stafrænt vistkerfi Klappa til að mæla kolefnisspor grunnskóla Reykjavíkur og efla umhverfislæsi ungmenna.

„Grænskjáir verða innleiddir í grunnskóla Reykjavíkur í gegnum Grænfánaverkefni Landverndar og verður lögð áhersla á skemmtilega og auðskiljanlega framsetningu stafræna vistkerfisins ásamt fræðslu um umhverfismál og upplýsingum um hvernig sem bestum árangri er náð.

Grænfánaskólar er helsta innleiðingar tæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag“ segir Andrea Anna Guðjónsdóttir, fræðslustjóri Landverndar.

Það er búið að semja um að koma upp upplýsingaskjám í grunnskólum Reykjavíkur sem miðla gögnum, þekkingu og fræðslu um umhverfismál.

Nemendur og skólasamfélagið í heild sinni fá aðgang að tölfræðilegum upplýsingum sem gefur þeim tækifæri til að skilja, fræðast og fara í aðgerðir til þess að að minnka kolefnisspor skólans. Gögnin úr stafrænu vistkerfi Klappa um orkunotkun og losun skólans verða settar fram á skemmtilegu viðmóti sem að krakkarnir geta auðveldlega unnið með. Undirbúningur að innleiðingu verkefnisins er nú þegar hafinn og er Laugalækjarskóli fyrsti grunnskóli borgarinnar sem tekur þátt í því.

„Verkefnið er liður í samstarfi okkar um vitundarvakningu meðal nemenda um loftslagsmál í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Loftslagsmálin eru efst á blaði í nýrri aðgerðaáætlun menntastefnu Reykjavíkurborgar til næstu þriggja ára enda mikilvægasta viðfangsefni heimsbyggðarinnar um þessar mundir. Verkefnið Grænskjáir verður hryggjarstykkið þegar kemur að fræðslu og virkri verkefnavinnu nemenda um loftslagsmál í grunnskólunum og því mikil viðurkenning að fá þessi verðlaun frá Evrópusambandinu“ segir Skúli Helgason, formaður skóla og frístundaráðs Reykjavíkur.

Ávinningur verkefnisins er margþættur en lítur einna helst að styrkingu grunnskólanemenda í gagnadrifnu umhverfislæsi og getu þeirra til að hugsa um loftslags- og umhverfismál á gagnrýninn, upplýstan, og skýran hátt,“ segir Þorsteinn Svanur Jónsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar og einn stofnandi Klappa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar