fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Hrottalegt ofbeldismál skekur Suðurnesin – Sagður hafa lamið dætur með belti og skóm – „Móðir þeirra reynir stundum að hjálpa en þá lemur hann hana líka“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 16:00

mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 21. desember á grundvelli hins svokallaða C-liðs gæsluvarðhaldsákvæðis sakamálalaga. Slíkt varðhald er gjarnan kallað síbrotagæsla og er beitt þegar hætta er á að sá grunaði haldi brotum sínum áfram gangi hann laus. Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir sterkum grun um að hafa beitt dætur sínar ítrekuðu líkamlegu og andlegu ofbeldi og brotið gegn nálgunarbanni sem hann sætir gagnvart börnum sínum.

Í úrskurðinum segir að maðurinn sé meðal annars grunaður um að hafa slegið dætur sínar með belti, skóm og fleiru. Þá hafa stelpurnar lýst við meðferð málsins að faðir þeirra verði oft reiður og fari með þær inn í herbergi þar sem hann dregur fyrir öll gluggatjöld og lemji þær þar til þær hætti að gráta. Sögðu þær jafnframt að móðir þeirra reyni oft að hjálpa, en þá lemji hann hana líka.

Af gögnum málsins má ráða að rannsókn sé langt á veg komin, en að lögreglu berist ítrekað ábendingar um ný mál tengd manninum.

Þannig er því lýst í gögnum málsins að maðurinn hafi ítrekað sett sig í samband við móðurina og börnin á meðan á rannsókn lögreglu stóð en börnin voru þá komin í fóstur til fósturforeldra. Þá er maðurinn sagður hafa í a.m.k. eitt skipti ekið fram hjá heimili fósturmóður dætranna með barnsmóður sína í framsætinu. „Taldi fósturmóðirin að kærði væri að aka um götur í leit að húsi því sem dóttir hans byggi í,“ segir í úrskurði héraðsdóms.

Í október á þessu ári mun maðurinn þá jafnframt hafa mætt á lögreglustöð og tilkynnt að ein dætra sinna væri í sambandi með eldri strák og að hann ætlaði að aka á umræddan strák ef hann sæi hann aftur með dóttur sinni. Honum var bent á að aðhafast ekkert meira í málinu, enda væri slíkt brot á nálgunarbanni sem hann sætir.

Stelpurnar eru enn vistaðar utan heimilis foreldra þeirra.

Segir í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að maðurinn sé grunaður um ítrekuð og alvarleg ofbeldisbrot auk brota í nánu sambandi, s.s. umsáturseinelti, hótanir og brot gegn nálgunarbanni. „Telur lögreglustjóri að ætla megi að kærði muni halda áfram brotum meðan málum hans er ólokið í refsivörslukerfinu, einkum gagnvart brota þola [B]. Að mati lögreglustjóra er ljóst að kærði hefur einbeittan brotavilja og virðist ekkert lát vera á brotum mannsins þrátt fyrir að hann sæti nálgunarbanni,“ segir jafnframt í niðurstöðu dómara.

Ekki þótti tilefni til þess að beita vægari úrræðum en gæsluvarðhaldi og var maðurinn því úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem fyrr segir, til 21. desember næstkomandi kl 16:00.

Úrskurðinn, sem er nafnhreinsaður, má lesa hér.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn