fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Kona á sextugsaldri og ríflega þrítugur karlmaður ákærð fyrir endurtekið MDMA smygl

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært konu á sexugsaldri og ríflega þrítugan karlmanna fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í tvígang smyglað MDMA töflum til landsins. Eru þau sögð hafa smyglað 500 töflum í fyrra skiptið og 501 töflu síðar.

Segir í ákærunni að karlmaðurinn hafi skipulagt og fjármagnað innflutninginn. Mun hann hafa sent töflurnar með póstsendingu frá Belgíu til Íslands. Pakkinn barst til landsins 21. desember 2020 og mun konan hafa sótt hann þann 6. janúar og afhent karlmanninum pakkann þann sama dag í Kópavogi. Samkvæmt ákærunni voru 500 töflur í sendingunni.

Sama var uppi á teningnum í febrúar á þessu ári, en þá barst annar pakki til Íslands frá Belgíu með 501 MDMA töflum. „Pakkinn barst til Íslands 2. febrúar og uppgötvuðu starfsmenn tollsins að fíkniefni væru í pakkanum og tilkynntu það til lögreglu sem skipti fíkniefnunum út fyrir gerviefni,“ segir í ákærunni. Aftur sótti konan pakkann á pósthús, þá þann 4. febrúar, og afhenti karlmanninum síðar þann sama dag.

Til viðbótar við hið meinta smygl er maðurinn ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum rúm 2 grömm af kókaíni og um 23 stk af MDMA töflum sem lögregla fann í húsleit á heimili hans.

Saksóknari krefst þess að þau verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá eru upptöku haldlagðra fíkniefna og 262 þúsund króna í seðlum krafist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“