fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Jón styður þolendur á Hjalteyri og segir fallega sögu frá öðrum stað – „Get ekki lýst því hvað ég er þakklátur í dag“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hugur minn er hjá þeim sem hafa orðið að þola vonda meðferð á fósturheimilum, þetta eru hræðileg mál sem á svo sannarlega að rannsaka. En mér finnst líka mikilvægt að minna á að það eru til mörg falleg fósturheimili þar sem gott fólk hefur hjálpað börnum að fóta sig í tilverunni. Þess vegna skrifaði ég þennan pistil, um fólk sem reyndist mér og mörgum öðrum vel. Ég minnist þessa fólks alltaf með hlýhug og þakklæti,“ segir Jón Ívar Vilhelmsson í stuttu spjalli við DV en pistill sem hann skrifaði um fyrrverandi fósturheimili sitt í sveit vekur athygli og hrifningu margra.

Undanfarið hafa skelfilegar frásagnir af ofbeldi gegn börnum á heimili sem rekið var á Hjalteyri á áttunda áratugnum vakið mikinn óhug. Hávær krafa er uppi um rannsókn á heimilinu, sem og öðrum fósturheimilum og vistheimilum sem hafa verið nefnd í ásökunum um illa meðferð á börnum.

En sem betur fer hafa ekki allir sem dvöldust á fósturheimilum eða vistheimilum, eða voru sendir í sveit, slíka sögu að segja. „Ég get ekki lýst því hvað ég er þakklátur í dag fyrir að hafa fengið að fara í sveit og lenda á þessu frábæra fólki og verð ævinlega þakklátur fyrir að eiga fjölskyldu fyrir norðan,“ segir í Jón í pistli sínum.

Hann segist oft hafa komið sér í vandræði í borginni og veit hreinlega ekki hvar hann væri staddur í dag ef hann hefði ekki haft þennan griðastað fyrir norðan, ónefnt sveitabýli í Skagafirði:

Það tekur mikið á að sjá í viðbjóðnum sem krakkarnir á Hjalteyri lentu í! Að þetta hafi viðgengist er hrikalegt og mig verkjar í hjartað að hlusta á frásagnirnar hjá þeim. Ég og bróðir minn vorum sendir í sveit þegar ég var 6 – 7 ára og bróðir minn 5 ára á vegum félagsmálastofnunninar! Við vorum sendir á sveitabæ í Skagafirði til fólks sem við þekktum ekkert. Ég man að við vorum spenntir og okkur hlakkaði til frekar en að við værum stressaðir eða hræddir. Við fórum hinsvegar á bæ sem það var tekið mjög vel á móti okkur. Þarna voru krakkar á okkar aldri og ég man að um leið og við komum að Víðiholti þá fann ég að það yrði allt í lagi. Við vorum í einn mánuð fyrsta sumarið okkar og það leið eins og skot! Ég var ofvirkur krakki og að geta fengið að læra að vinna, hugsa um dýrin og fá útrás hjálpaði mér einstaklega mikið. Ég get sagt að eina „ofbeldið“ að mínu mati var að þurfa að ryksuga og ganga frá í eldhúsinu! Þá kvartaði ég mikið og sagði að ég hefði nú ekki komið í sveit til að ryksuga og ganga frá í eldhúsinu! En þá sagði hún Sigga mín að ég myndi nú þakka henni fyrir að læra þetta þegar ég yrði eldri og það er bara hárrétt því ég ætla að þakka henni núna! Takk Sigga fyrir að kenna mér heimilisstörf.

 Ég fór þarna ár eftir ár og ef ég man þetta rétt þá vorum við bræðurnir í þrjá mánuði sumarið eftir. Ég var duglegur að koma mér í vesen í bænum þegar ég varð eldri og ég hugsa oft hvernig staðan væri á mér ef ég hefði ekki farið á þennan staðog ég held bara að hún væri ekkert endilega góð. Ég gat alltaf hlaðið batteríin og þetta var svona griðastaður fyrir mig og er ennþá.

 Þarna fékk ég að vinna og fá útrás. Ég get ekki lýst því hvað ég er þakklátur í dag fyrir að hafa fengið að fara í sveit og lenda á þessu frábæra fólki og verð ævilega þakklátur fyrir að eiga fjölskyldu fyrir norðan. Ég fer ennþá eins oft og ég get á fullorðinsárunum og sennilega mætti það vera oftar. Ég mæli 100% með að gefa börnum tækifæri til að fara í sveit og upplifa það sem ég fékk og fæ að upplifa.

 Ástæðan fyrir að ég skrifa þetta er að nú er mikið umtal um Hjalteyrarmálið sem er auðvitað frábært en ég vill bara láta það koma fram að það eru ekki allir sveitabæir slæmir. Það er flest allt bóndafólk gott og hugsar vel um krakkana sem koma til þeirra.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum