fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fréttir

Nágranninn sem montaði sig á laugardeginum, myrti dóttur sína á mánudeginum og framdi sjálfsvíg á þriðjudeginum

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 18:45

Gregory Keleman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sheri Kelemen, 57 ára gömul kona frá New Jersey í Bandaríkjunum, hringdi í lögregluna snemma síðastliðinn mánudagsmorgun til að tilkynna um heimilisofbeldi eiginmanns síns, Gregory Keleman. „Ég get þetta ekki lengur,“ sagði hún í samtali við lögregluna samkvæmt NBC og svo útskýrði hún hvað eiginmaður hennar hafði gert henni.

Hún fór að sofa um klukkan 2 um nóttina á sunnudeginum en vaknaði nokkrum tímum seinna við barsmíðar eiginmannsins síns. Hún segir hann hafa barið sig með hafnaboltakylfu sem hann geymdi undir rúminu þeirra. Hún sagði í samtali við lögregluna að hún hafði náð að skríða inn í herbergi dóttur þeirra, háskólanemans Katherine Kelemen. Þegar hún kom inn í herbergi Katherine fann hún hana meðvitundarlausa og blóðuga.

Lögreglan og sjúkraliðar mættu á svæðið, farið var með Sheri og Katherine á sjúkrahús til aðhlynningar. Katherine var úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu skömmu síðar en Sheri liggur enn á sjúkrahúsinu.

Í kjölfarið var byrjað að leita að Gregory en hann var búinn að yfirgefa heimilið þegar viðbragðsaðilar mættu. Hann er sagður hafa hringt í yfirmann sinn um klukkan 10 á mánudagsmorgninum til að tilkynna að hann kæmi seint í vinnuna vegna „neyðartilviks hjá fjölskyldunni“ en hann mætti aldrei í vinnuna. Daginn eftir fannst Gregory látinn í skógi stutt frá heimili sínu en talið er að hann hafi framið sjálfsvíg.

Nágranni fjölskyldunnar ræddi við fjölmiðla í kjölfar fréttaflutnings vegna málsins. Nágranninn lýsti Gregory sem „góðum manni“ og sagði að á mánudeginum hafði hann verið að monta sig af því að vera búinn að hreinsa lauf. „Síðan á mánudaginn er þetta orðið að hryllingsmynd,“ sagði nágranninn svo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada